Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1490 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?

Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa? Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennu...

category-iconTrúarbrögð

Hver er guðfræðileg skilgreining á trú?

Guðfræðin er heil „fjölskylda” af fræðigreinum sem venja er að stunda saman í sérstökum deildum háskóla vegna þess að hver styður aðra í því sameiginlega hlutverki að túlka trúarhefð Vesturlanda. Sumar þessara greina geta flokkast undir málvísindi, aðrar bókmenntafræði, sagnfræði, heimspeki eða félagsvísindi, svo ...

category-iconFélagsvísindi

Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?

Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslens...

category-iconHeimspeki

Hvað er þetta?

Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru leifar af venjulegum uppþvottalegi á leirtaui hættulegar heilsunni?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru leifar af venjulegum uppþvottalegi á leirtaui hættulegar heilsunni? Er nauðsynlegt að skola leirtauið eftir uppvask? Spurningunni má svara neitandi en með nokkrum skýringum. Jafnvel hinn sterkasti uppþvottalögur er sennilega um 30-40% virkt efni, en oftast minna. Hvort s...

category-iconHugvísindi

Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?

Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons. Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, s...

category-iconMannfræði

Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?

Spurningin um hvar uppruna manna sé að leita hefur sótt á hugi margra vísindamanna á Vesturlöndum undanfarnar tvær aldir eða allt síðan farið var að efast um að frásögn Gamla testamentisins af sköpun mannsins væri fræðilega nákvæm. Á ofanverðri nítjándu öld fóru líffærafræðingar að átta sig á því að hægt væri a...

category-iconFélagsvísindi

Hver er refsirammi afbrota gegn börnum hér á landi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er refsirammi afbrota gegn börnum hér á landi? Hvað eru afbrotamenn oftast dæmdir til að sitja lengi inni?Það á við um flest refsiákvæði að þau gilda jafnt gagnvart öllum, því er refsirammi afbrota gegn börnum langoftast hinn sami og refsirammi brota gegn fullorðnum. E...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Surtsey stór?

Þann 14. nóvember 1963 hófst neðansjávareldgos á 160 metra dýpi suðvestur af Heimaey. Myndaðist þá eyjan Surtsey. Við lok gossins var eyjan 171 metri á hæð og 2,7 km2 að flatarmáli. Vegna mikils sjávarrofs fyrstu árin eftir gosið minnkaði flatarmál Surtseyjar um 3-20 hektara á ári með þeim afleiðingum að á...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948) Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var o...

category-iconVeðurfræði

Af hverju snjóar á Íslandi?

Það snjóar á Íslandi á veturna vegna þess að þar er oft kalt og rakt í háloftunum og rakinn sem þéttist verður að snjó. Einnig er þá nógu kalt niðri við jörð til þess að snjórinn bráðnar ekki á leiðinni niður. Til að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru tennur hvítar?

Upprunalegi litur tannanna ræðst af þeim efnum sem þær eru gerðar úr en ýmislegt getur haft áhrif á litinn seinna. Tennur skiptast í krónu, sem er hinn sýnilegi hluti tannarinnar og stendur upp í munnholið, og rót sem situr í kjálkabeininu. Aðalvefur tannarinnar er tannbeinið (e. dentin) en það er ljóst á litin...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er nýrómantík?

Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...

category-iconSálfræði

Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað?

Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn sem skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. Hin gerðin af svefni nefnist REM-svefn og hún einkennist meðal annars af hröðum augnhreyfingum. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?

Við notum orðasambandið 'að leggja höfuðið í bleyti' til dæmis þegar við ætlum að hugsa eitthvað vel og lengi eða brjóta eitthvað vandamál til mergjar. Ef vinkona okkar spyrði til dæmis spurningarinnar: "Dettur þér eitthvað í hug til að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla í heiminum?" Þá væri ekkert vitla...

Fleiri niðurstöður