Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1208 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?

Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins sæluhús?

Orðið sæluhús er gamalt í málinu og kemur þegar fyrir í fornsögum. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið er sæluhús sama og sáluhús sem skýrt er sem hús eða skýli sem ferðamenn gátu nýtt sér. Sýnd eru nokkur dæmi úr fornsögum, til dæmis (JFr 1896: 640): Um Dofrafjall var mikil för ór Þrándheimi; urðu þar ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru litir?

Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...

category-iconStærðfræði

Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?

Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...

category-iconHeimspeki

Er hægt að hugsa til enda að eitthvað sé endalaust?

Við skulum ganga að því sem vísu að eitthvað geti verið endalaust. Sem dæmi má nefna náttúrulegu tölurnar, það er að segja rununa:1, 2, 3, ...Að vísu getum við ekki skrifað þessa runu niður, vegna þess að við getum ekki skrifað niður nema endanlega mörg tákn, en það breytir því ekki að runan er til. Annað dæmi um ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?

Þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh uppgötvaði Plútó árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta. Hann er til dæmis miklu minni en nokkur önnur reikistjarna (minni en tunglið okka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?

Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvert var framlag Gauss til annarra vísindagreina en stærðfræði?

Áður hefur verið fjallað um Gauss á Vísindavefnum í svari Reynis Axelssonar við spurningunni Hver var Carl Friedrich Gauss og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar? Hér verður bætt við þá umfjöllun og rætt um framlag hans til annarra vísindagreina. Stjörnuathugunarstöðin í Göttingen. Árið 1807 fluttist...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?

Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum, helst sem fyrst?

Spyrjandi bætir síðan við:Ég þarf að skila ritgerð um blóðskömm eftir rúmlega viku (í dag er 15. október) og er orðin pínulítið stressuð ef ég finn engar heimildir. Með von um að þið getið hjálpað mér.Við getum því miður ekki lofað því að svar verði komið eftir viku enda berast Vísindavefnum iðulega nokkrir tugir ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig segir maður eða skrifar "nörd" á latínu?

Enska orðið "nerd" kemur fyrst fyrir í sögunni If I ran the Zoo eftir dr. Seuss árið 1950. Síðan þá hefur það öðlast neikvæða merkingu og er farið að merkja manneskju sem kann sig ekki og er félagslega vanhæf (þótt merking þess hafi síðan mildast aftur, eins og hægt er að lesa um í svörum Heiðu Maríu Sigurðardóttu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött? Ef kennt við bæinn Bratta hvort á þá að segja: ég fór um Brattabrekku ..... eða Bröttubrekku? Í fjölmiðlum sýnist mér þetta vera sitt og hvað. Brattabrekka er fjallvegur ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að mæla við völu?

Orðabók Háskólans á ekki dæmi um orðasambandið að mæla við völu en aftur á móti dæmi um að velta völu eða völum í merkingunni að ‘tala óskýrt og þvöglulega’. Ekki er ólíklegt að bæði orðasamböndin merki hið sama. Vala í þessu sambandi er vafalítið smábein í hækillið sauðkindar á milli fótleggjar og langleggjar,...

category-iconHugvísindi

Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?

Stekkjastaur, fyrsti jólasveinninn, kemur til byggða aðfaranótt 12. desember. Svo fylgja bræður hans einn og einn í senn þar til Kertasníkir, sá síðasti, skilar sér aðfaranótt aðfangadags, 24. desember. Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem margir kannast við virðast þó rugla einhverja í ríminu þegar...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?

Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...

Fleiri niðurstöður