Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6579 svör fundust
Hver var Arthur Rimbaud?
Arthur Rimbaud (1854-1891) var franskt ljóðskáld og ævintýramaður. Hann er jafnan talinn vera meðal frumkvöðla á sviði nútímaljóðlistar og þykir eitt áhrifamesta skáld táknsæisstefnunnar (e. symbolism). Æviferill Rimbaud er óvenjulegur, hann orti af krafti í örfá ár en sneri svo endanlega baki við ljóðlistinni ...
Hvað getið þið sagt mér um silky terrier hunda?
Hundakynið silky terrier er upprunalega frá Ástralíu og kom fram undir lok 19. aldar. Það talið vera blanda af yorkshire terrier, áströlskum terrier og nokkrum öðrum tegundum. Í Evrópu eru þessir hundar flokkaðir sem terrier en annars staðar eru þeir flokkaðir sem toy-hundar. Þeir eru 3-4 kg að þyngd og um 23 c...
Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust?
Til eru rúmlega 200 tegundir núlifandi apa eða apakatta (e. monkey). Til þess hóps teljast allir prímatar sem hafa rófu fyrir utan lemúra (e. lemurs), vofuapa (e. tarsier) og refapa (e. loris). Um 103 tegundir teljast til svokallaðra gamla heims apa, það er apa sem finnast frá Afríku til Asíu. Nýja heims apar eru ...
Er til galdrafólk?
Í svari sínu við spurningunni; Eru galdrar til?, hefur Ólína Þorvarðardóttir eftirfarandi að segja um galdra:Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér viðleitni mannsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður eftir þeim leiðum sem hann telur færar hverju sinni. Í því ljósi má...
Hvernig les geislaspilari af geisladisk?
Venjulegur geisladiskur sem nefnist á mörgum erlendum málum CD (compact disc) er samsettur úr fjórum þunnum lögum sem samtals eru 1,6 millimetrar á þykkt. Neðst er gegnsætt koltrefjaplast með örsmáum ójöfnum. Ofan á þetta lag er lögð afar þunn og speglandi álfilma sem lagar sig að ójöfnunum. Sérstakt lakk er svo b...
Hvar lifa sæskjaldbökur?
Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...
Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?
Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...
Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?
Munur er á annars vegar stundargengi (e. spot rate) og hins vegar framvirku gengi (e. forward rate) gjaldmiðla. Stundargengi er það gengi, sem fæst í viðskiptum ef gjaldmiðlarnir eru afhentir strax (í framkvæmd er oft miðað við afhendingu innan eins eða tveggja daga). Framvirka gengið er það gengi, sem fæst ef sam...
Hver fann reikistjörnuna Mars?
Fimm reikistjörnur sólkerfisins eru sýnilegar berum augum. Þær eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þær sjást yfirleitt á hverri nóttu þegar myrkur er og heiðskírt. Þó sjást þær ekki þegar þær eru svo nálægt sól, frá jörð að sjá, að þær eru aðeins fyrir ofan sjóndeildarhring meðan dagur er á lofti. Sum...
Hvað veldur því að austan og vestan við Ísland er úthafsskorpan óvenjulega þykk?
Sú skorpa sem vísað er til í spurningunni er basaltskorpa hafsbotnanna, sem er að jafnaði um 7 km þykk undir úthöfunum en 30+/-5 km þykk á hryggnum frá A-Grænlandi um Ísland til Færeyja. Undir basaltskorpunni er jarðmöttullinn sem hefur talsvert aðra efna- og steindasamsetningu. Basaltið sem myndar skorpuna hefur ...
Er það satt að örfín glerbrot séu sett í íslenska neftóbakið til að fá skjótari áhrif?
Nei, íslenska tóbakið inniheldur hvorki hrossaskít né glerbrot eins og margir telja. Ástæðan fyrir flökkusögunni um að örfín glerbrot séu í munn- eða neftóbaki er líklega sú að stundum svíður mönnum undan tóbakinu. Í íslenska neftóbakinu er hrátóbak, pottaska (kalín karbónat, K2CO3), ammoníak (NH3), salt og va...
Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?
Það er eingöngu hefð sem ræður því að margir líta svo á að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar. Hefðin komst á með kristninni og var í samræma við forna hefð Gyðinga. Sé miðað við íslensk heiti á vikudögunum er hentugt að líta á sunnudaginn sem fyrsta dag vikunnar; þá er miðvikudagurinn í miðri viku, þriðjudagu...
Hversu mikið þvag kemst fyrir í þvagblöðru og er einhver hætta á því að hún springi?
Þvagblaðran er vöðvarík, teygjanleg blaðra sem tekur við þvagi sem myndast í nýrunum. Þvagið berst í blöðruna eftir þvagpípum. og þar er það geymt þangað til að þvaglátum kemur. Þá berst það úr þvagblöðrunni í þvagrás sem liggur út úr líkamanum. Þvagrásin er staðsett á botni mjaðmagrindarinnar. Í körlum liggur hún...
Hvað eru til margar tegundir gíraffa?
Aðeins ein núlifandi tegund tilheyrir ættkvíslinni Giraffa, en það er G. camelopardalis eða gíraffi. Hins vegar eru tvær tegundir sem teljast til ættarinnar Giraffidae, gíraffinn og ókapi (Okapia johnstoni), dýr sem um margt minnir á sebrahest en er skyldast gíraffa. Gíraffar lifa í Afríku frá Tsjad í norðanve...
Hve þung er Fokker 50?
Fokker 50 er flugvél af gerð svokallaðra skrúfuþota og var í almennri framleiðslu frá árinu 1987 til 1996. Samkvæmt upplýsingum á síðu Wikipedia um vélina er þyngd vélarinnar frá framleiðanda, sem sagt án eldsneytis, farms og innréttinga sem ekki eru nauðsynlegar stjórn vélarinnar, um 12.520 kg. Hámarksþyngd henna...