Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 153 svör fundust
Af hverju er grasið grænt?
Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans...
Af hverju er ekki til svarthvítur spegill?
Til að fá fram svarthvíta spegilmynd þarf aðeins að minnka lýsingu á fyrirmyndina niður í rökkurstyrk. En litleysið hefur ekkert að gera með eiginleika spegilsins heldur ræðst af virkni augna okkar. Í þeim eru tvær gerðir ljósnema, sem kallaðir eru stafir og keilur. Stafirnir gefa taugaörvun sem er vaxandi með ...
Er ölvaður ökumaður alltaf í órétti ef hann lendir í árekstri?
Skýrt er kveðið á um það í umferðarlögum að akstur ökutækis undir áhrifum áfengis er bannaður. Þetta kemur fram í 2. mgr. 44. gr., og 45. gr. laganna. Í 102. gr. laganna er kveðið á um að brot gegn 45. gr. laganna og segir þar að slík brot valdi sviptingu ökuréttar. Í 107. gr. a. er kveðið á um að hafi ölvunarakst...
Er það rétt að Grindavík sé á Mars?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...
Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?
Mars er oft nefndur rauða reikistjarnan enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í...
Hvað eru kommúnistaríki heimsins mörg?
Ekki er alltaf einfalt að segja hvenær kommúnistar, eða fylgjendur hvaða stjórnmálahugsjónar sem er, stjórna tilteknu landi, og auk þess er slíkt oft ekki sérlega varanlegt. Það er nokkuð ljóst hvaða flokkur fer með völd í eins flokks kerfi en málið vandast oft í fjölflokkakerfum, til dæmis ef forseti landsins er...
Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?
Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hv...
Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?
Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er meðal þeirra örfáu íslensku arkitekta sem hafa helgað sig sagnfræði arkitektúrs. Pétur hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis, allt frá gömlum kirkjum og húsafriðun til skipulagsmála. Aðaláherslu í fræðastörfum he...
Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?
Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna. Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aft...
Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum?
Svarið við þessu hlýtur að vera „nei”. Eins og fram kemur í svari Einars Árnasonar við Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svari Haraldar Ólafssonar við Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn? er nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens, ekki kominn af neanderdal...
Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?
Það sem helst einkennir spendýr og greinir þau frá öðrum dýrum eru tvö atriði:Spendýr hafa svokallaða mjólkurkirtla (e. mammary glands) sem veitir afkvæmum þeirra næringu.Flest spendýr hafa loðinn feld sem veitir þeim skjól. Mörg spendýr hafa raunar tapað hárum sínum eftir því sem liðið hefur á þróunarsöguna. Þett...
Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?
Skoski verkfræðingurinn John Logie Baird (1888-1946) fann upp sjónvarpið. Hann sendi út fyrstu sjónvarpsmyndirnar frá herbergi á Central Hotel í Glasgow árið 1924. Þar var aðeins um útlínur hluta að ræða. Fyrsta andlitið birtist á skjánum hjá Baird ári seinna og fyrstu sjónvarpsmyndirnar af hlutum á hreyfingu þann...
Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter?
Þar sem norður- og suðurljós eru alltaf til staðar á sama tíma og eru því sem næst samhverf, verður aðeins talað um norðurljós hér eftir. Forsendur fyrir norðurljós á reikistjörnum eru nægilega sterkt segulsvið og nægilegur lofthjúpur. Í sólkerfinu okkar er staðfest að norðurljós hafa sést á jörðinni, Satúrnusi...
Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein?
Steingerðar leifar beina risaeðla hafa fundist á öllum meginlöndum jarðar; Suðurskautslandinu, Ástralíu, Asíu, Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Einnig á stórum eyjum eins og Madagaskar, Japan og á Grænlandi. Rauðu punktarnir sýna fundarstaði steingerðra leifa risaeðla. Risaeðlurnar komu fyrst fram fyrir ...
Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann?
Koffein, eða öðru nafni trímetýlxantín, er í ýmsum plöntum í náttúrunni, svo sem kaffiplöntunni og guarana. Það er því koffein sem er hinn eiginlegi virki þáttur í guarana, en styrkur koffeins í hinum rauðu guaranaberjum er 7 sinnum meiri en í kaffibauninni. Koffein hefur örvandi áhrif á líkamann, það örvar með...