Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1597 svör fundust
Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?
Íslenskt táknmál, eða ÍTM, á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar þó málið eins og það er í dag sé líklega aðeins yngra. Fyrsti vísir að málsamfélagi varð eftir að kennsla heyrnarlausra hófst hér á landi árið 1868. Fram að þeim tíma höfðu heyrnarlaus börn verið send til náms í Kaupmannahöfn. Tölur um þa...
Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?
Grænland í Norður-Atlantshafi er stærsta eyja heims og er 2.130.800 km2 að flatarmáli. Það er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar. Grænland teygir sig 2.670 km frá norðri til suðurs og yfir 1.050 km frá austri til vesturs þar sem það er breiðast. Ástralía er talsvert stærri en Græ...
Hvar finnast ófleygir fuglar helst og getið þið nefnt nokkrar tegundir þeirra?
Einnig var spurt:Hvernig stendur á því að sumir fuglar þróuðust þannig að þeir urðu ófleygir? Þekktar eru um 60 tegundir fugla sem teljast ófleygar og auk þess er vitað um að minnsta kosti 150 útdauðar tegundir ófleygra fugla. Ófleygir fuglar finnast gjarnan á afskekktum eyjum þar sem lítið er um afræningja og ...
Hvernig hljómar eiðurinn sem læknar sverja?
Hippókrates, sem nefndur hefur verið faðir læknisfræðinnar, var uppi frá um 460 til um 375 fyrir Krist og er kenndur er við grísku eyjuna Kos þar sem hann starfaði. Hann var menntaður sem læknir og er sennilega ein þekktasta persónan í sögu læknisfræðinnar. Hippókrates hafnaði hjátrú, hindurvitnum og galdralækning...
Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?
Hve margir fluttust til Vesturheims? Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Til...
Ég er með gest frá Mexíkó, hvert er best að fara til að sýna honum hvar jarðskorpuflekarnir mætast?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með mann frá Mexíkó í heimsókn hjá mér, og spyr hvort og hvar við getum séð sprungu þar sem Norður-Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn mætast? Hann langar mikið til að skoða það. Ég er á Akureyri og væri til í að fá upplýsingar um hvort við getum farið héðan og litið á þe...
Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar?
Vetnisperoxíð (e. hydrogen peroxide) er vökvi með efnaformúluna H2O2. Efnið er aðeins þykkara en vatn og örlítið bláleitt á hreinu formi en litlaust þegar það er blandað vatni. Vetnisperoxíð er til ýmissa hluta nytsamlegt, það er meðal annars notað sem sótthreinsir, til að hreinsa drykkjarvatn, aflita hár og efni ...
Af hverju er sandur dökkur á sumum stöðum en ljós á öðrum stöðum?
Mismunandi litir sands má rekja til uppruna hans og efnainnihalds. Í svari Sigurður Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? kemur fram að í stórum dráttum megi flokka fjörusand við strendur Íslands í fjóra flokka eftir uppruna, það er:Sandur sem hafaldan mol...
Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum?
Athugunarmenn á fáeinum veðurstöðvum við sjávarsíðuna meta sjólag, það er hversu mikil ölduhæð er á sjónum næst stöðinni. Sjólagið er metið í 10 stigum sem hvert um sig ber nafn. Nöfnin og ölduhæðin eru: SjólagstalaHeitiÁætluð ölduhæð (í metrum) 0Ládautt0 m (spegilsléttur sjór) - nefnist stundum líka hafblik ef...
Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'?
Orðasambandið að ryðja sér til rúms er notað í merkingunni 'dreifast, breiðast út, hljóta almenna viðurkenningu'. Það er þekkt þegar í fornu máli í eiginlegri merkingu. Í Flateyjarbók stendur til dæmis:ek spurða þá, hvar ek skyldi sitja. Hann bað mik þar sitja sem ek gæta rutt mér til rúms ok kippt manni ór sæti. ...
Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?
Heitið hringdúfa hefur sjálfsagt borist í málið úr dönsku því Danir nefna Columba palumbus 'ringdue'. Svíar kalla dúfuna 'ringduva' og Norðmenn 'ringdue'. Á þýsku er hún nefnd 'ringeltaube' og Hollendingar nota orðið 'houtduif'. Nafngiftin á hringdúfunni gæti verið tilkomin vegna þess að hún hefur hvítt hálfmán...
Hvenær hættir að snjóa í Reykjavík?
Það hættir að snjóa í Reykjavík þegar ekki er lengur nógu kalt og rakt í háloftunum yfir okkur til að snjór geti fallið. Ástæðan fyrir því að það snjóar á veturna í Reykjavík en ekki á sumrin er sú að á veturna er loftið kalt og rakt. Stundum getur þó verið nógu kalt og rakt á sumrin til að snjói, einkum á fjöl...
Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas?
Orðið banani er talið hafa borist til Evrópu með Portúgölum sem fluttu það með sér frá Gíneu á 16. öld. Þar mun það hafa verið notað í einni af mállýskum heimamanna. Sama er að segja um orðið ananas að það munu Portúgalar einnig hafa flutt með sér til Evrópu á 16. öld. Það er talið fengið úr indjánamálunum tupí og...
Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar?
Í heild var spurningin á þessa leið: Hvað er hlýnun jarðar? Getið þið sagt eitthvað nýtt um það? Af hverju er þetta að gerast? Og hverjar eru afleiðingarnar? Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og mælingar benda til þess að síðustu áratugi hafi hlýnun numið um 0,17-0,19°C á áratug. Í svari við spurningunni Hvers veg...
Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum?
Ómögulegt er að svara þessari spurningu svo mark sé að. Í besta falli má segja að mjög mismunandi sé eftir samfélögum hvernig litið er á losta (eða ástleitni), enda ákaflega ólíkt hvað telst til ástleitni eða losta eftir því hvar er. Sums staðar er talið sjálfsagt að sýna kynfæri, eða sækjast eftir ástum, annars s...