Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6228 svör fundust
Hvað eru sjaldgæf jarðefni og hvernig myndast þau?
Einnig var spurt: Hvað eru sjaldgæf jarðefni sem nú eru oft í fréttum, t.d. vegna stríðsins í Úkraínu þar sem þessi jarðefni eiga m.a. að finnast? Hugum fyrst að heitinu sjaldgæf jarðefni, síðan að efnafræðinni – hvað þau eru – og loks að jarðfræðinni – hvar og hvernig þau myndast. Orðið jarðefni má ski...
Hvað eru svokallaðar erkitýpur (archetypes)?
Erkitýpa er samheiti yfir frumgerð og fullkomna ímynd. Gríska orðið archetypos er í beinni þýðingu: "frummynstur." Í bókmenntagagnrýni er erkitýpa ævaforn ímynd, manngerð eða aðstæður sem endurtaka sig sífellt í bókmenntum. Þessi sífellda endurtekning gefur í skyn að um hugtak eða aðstæður er að ræða sem eru ö...
Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151?
Í töflunni sem fylgir svarinu er sýnd efnagreining af Ögmundarhrauni, sem talið er hafa runnið í Krýsuvíkureldum árið 1151. Efnagreiningar sem þessar eru ævinlega gefnar upp sem þunga- eða massahlutföll milli oxíða frumefnanna. Í raun réttri eru efnin í berginu ekki á formi oxíða, nema í fáum tilvikum, en hins veg...
Eru líkamlegar refsingar (þar með taldar flengingar) á börnum bannaðar með lögum á Íslandi?
Annars vegar má hér líta á orðið "refsing" þannig að átt sé við viðurlög, sem ríkisvaldið beitir þá, sem hafa verið ákærðir og fundnir sekir um afbrot. Refsing í þessum skilningi er annars vegar refsivist (fangelsi) og hins vegar fésektir. Önnur líkamleg refsing en frelsissvipting með fangelsi er ekki leyfð samkvæ...
Hvaða djúpsjávardýr er stærst?
Stærsta dýrið í undirdjúpunum er talið vera risasmokkfiskurinn (Architeuthis dux). Margar þjóðsögur hafa spunnist um þetta dýr og stærð þess en vitað er að einstaklingar þessarar tegundar hafa náð gríðalegri stærð. Stærsti risasmokkfiskurinn sem mældur hefur verið er dýr sem rak á land nærri Timble Tickle í Ban...
Hvernig var þvengeðlan og hvar í fæðukeðjunni var hún?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Fyrirspurnir um Þvengeðlu (Compsognathus). Hvar í fæðukeðjunni var hún, hvað er vitað um hegðun hennar og var hún hjarðdýr? Þvengeðlan (Compsognathus) er með minnstu risaeðlum sem fundist hafa merki um. Hún var á stærð við lítinn heimiliskött eða um 30-50 cm á lengd og vó aðei...
Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...
Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Ma...
Er sams konar kísill (silíkon) í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum?
Þessari spurningu má bæði svara játandi og neitandi. Frumefnið kísill (e. silicon) er eitt af algengustu frumefnum á jörðinni og er, ásamt súrefni, uppistaðan í steinum, sandi og gleri. Kísill er mikilvægur þáttur í íslenskri stóriðju. Á hverju ári eru yfir 100.000 tonn af kísiljárni til stálframleiðslu flutt ...
Hvað þýðir orðasambandið per se?
Orðasambandið per se er latína og þýðir: út af fyrir sig; í sjálfu sér; sem slíkur. Per er forsetning sem tekur með sér þolfall. Hún getur þýtt: "gegnum" eða "yfir" (um rými), "í" eða "á" (um tíma, t.d. "í tvö ár"/ "á tíu dögum"), "með" (um verkfæri eða hátt) eða "með aðstoð", og stundum "vegna" (um ástæðu). S...
Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?
Eignarfall nafnsins Sigurður var í elsta máli nær alltaf Sigurðar. Sama gilti um nafnið Guðmundur, í eignarfalli Guðmundar. Nafnið Magnús var einnig í eignarfalli Magnúsar en sem föðurnafn Magnússon, Magnúsdóttir, þ.e. -son/dóttir er skeytt aftan við stofn nafnsins og virðist það hafa verið ríkjandi venja fram til...
Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?
Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja se...
Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans?
Spurningin í fullri lengd er á þessa leið: Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans þó að það sé notað á titilsíðu orðabókarinnar?Orðið ritmálsskrá var búið til á Orðabók Háskólans til þess að lýsa ákveðinni skrá sem stofnunin lét vinna að. Ábendingin er góð, auðvitað ætti orðið að vera í safni ...
Hvað er ECR og QR kerfi?
ECR er skammstöfun á Efficient Consumer Response og hefur það verið þýtt sem skilvirk neytendasvörun. QR er skammstöfun á Quick Response, sem þýðir einfaldlega skjót viðbrögð. Bæði hugtökin eru notuð í tengslum við vöruflæði og birgðastjórnun og samskipti einstakra liða í keðju fyrirtækja frá framleiðanda til neyt...
Hvað eru byrkningar?
Til byrkninga (Pteridophyta) teljast plöntur eins og burknar, jafnar og elftingar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Hér á landi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna. Áberandi tegundir í íslenskri flóru eru meðal annars klóelfting (Equisetum arvense) sem vex víða og í margs konar gróðu...