Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2027 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember. Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er notuð kynlaus æxlun til að búa til plöntu af alaskavíði eða ösp?

Kynlaus æxlun er fjölgun án blöndunar erfðaefnis. Þeir einstaklingar sem verða til við kynlausa æxlun eiga aðeins eitt foreldri og eru því erfðafræðilega eins og það. Annað nafn yfir einstaklinga sem verða til á þennan hátt er „klónar“. Kynlaus æxlun er algeng í náttúrunni þó hún sé tiltölulega sjaldgæf með...

category-iconMálvísindi: almennt

Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?

Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Var Einstein samkynhneigður?

Nokkuð hefur verið ritað um Einstein og framlag hans til vísindanna hér á Vísindavefnum, enda ástæða til þar sem hann var einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma. Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einsteins og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við k...

category-iconHugvísindi

Töluðu steinaldarmenn tungumál?

Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað heita allir hinir ólíku hlutar handarinnar?

Samkvæmt íslenskri orðabók er hönd „fremsti hluti handleggjar á manni, framan við úlnlið“. Fingurnir fimm hafa nokkur heiti eins og hægt er að lesa um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng? Talið frá þumli eru þau: þumall, þumalfingur,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?

Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau?

Orðið libero er í ítölsku orðabókinni okkar. Það er lýsingarorð og þýðir 'frjáls', 'laus', 'ólofaður'. Orðið gæti sjálfsagt verið til í fleiri tungumálum enda er það af þekktum latneskum stofni. Lýsingarorðið heitir á latínunni liber og skyld því eru orð eins og liberatio, 'frelsun', libertas, 'frelsi', liberi, 'b...

category-iconJarðvísindi

Eru til einhverjar fastar skilgreiningar á því hvað er kallað fjall og hvað hóll?

Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa. Örnefn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið skæruliði komið og hvenær var það fyrst notað?

Farið er að nota orðið skæruliði og samsetningar með því sem fyrri lið um miðja 20. öld. Orðið skæra í merkingunni 'bardagi, deila, minni háttar vopnaviðskipti' er miklu eldra og þekktist þegar í fornu máli. Skæruliðar taka þátt í skæruhernaði, en það orð er frá svipuðum tími og skæruliði. Skæruhernaður er skilgre...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig fallbeygir maður nafnið Alex?

Mannsnafnið Alex er eins í öllum föllum og beygist þess vegna ekkert. Vísindavefurinn á nokkur svör um beygingu orða sem hægt er að skoða með því að setja leitarorðið 'beyging' í leitarvélina okkar. Við bendum þeim sem þurfa að fletta upp beygingum á orðum, hvort sem það eru mannanöfn eða önnur orð, á síðuna Be...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjum er ekki fisjað saman?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „fisjað"? Notað einu sinni í svari hér á Vísindavefnum: „Okkur er ekki fisjað saman!" Sögnin að fisja er aðeins notuð í orðasambandinu einhverjum er ekki fisjað saman í merkingunni ‘einhver er traustur, sterkbyggður’ sem þekkist frá 19. öld. Einnig kemur fyrir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?

Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?

Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Masada?

Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er e...

Fleiri niðurstöður