Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6579 svör fundust
Hvernig er stéttakerfi Hindúa?
Erfðastéttir hindúa eru innvenslaðir hópar, sem raðað er í tignarröð og tengdust áður tilteknum störfum og gera það að nokkru leyti enn. Aðalskiptingin var í fjórar stéttir sem raðað var eftir tign og virðingu. Þær voru Brahmina, Ksatrya, Vasaya og Sudra. Fimmta hópinn mynduðu svo hinir ósnertanlegu, oft kallaðir ...
Hvers konar hljóðfæri er þeremín?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...
Hver bjó til tungumálið íslensku?
Okkur er tamt að hugsa okkur að ýmsir hlutir eða fyrirbæri séu verk einhvers eins aðila þegar hitt er kannski nær sanni að margir hafi komið við sögu. Við fáum margar spurningar á Vísindavefinn sem snúast um þetta. Tungumálið er ágætt dæmi. Það liggur eiginlega í eðli tungumálsins að það getur ekki verið sköp...
Hvar er Adolf Hitler grafinn?
Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fyl...
Sjá kettir liti í myrkri, ef já hvernig liti?
Eins og fram kemur í öðrum svörum hjá okkur, þá hafa hlutir enga liti í myrkri. Það að einhvers staðar sé myrkur þýðir samkvæmt orðanna hljóðan að alls ekkert ljós er þar á ferð frá neinum ljósgjöfum. Þar er því ekkert að sjá, hvorki liti né annað. Hitt er svo annað mál sem einnig kemur fram í fyrri svörum að s...
Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?
Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt. ...
Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?
Eitt sinn lögðu nokkrir náttúrufræðingar í rannsóknarleiðangur í Tíbet, en þeir hugðust kanna og skrásetja jarðmyndanir, flóru og fánu háfjallasvæðisins. Þeir ferðuðust um fótgangandi til þess að geta komist á milli fáfarinna svæða og rannsakað staði sem enn voru ósnortnir af mönnum. Dag einn lentu vísindamenn...
Éta ísbirnir mörgæsir?
Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...
Er hægt að fá klamydíu í munninn?
Klamydíusýking getur smitast við munnmök og einkenni hennar geta þá komið fram í munnholi. Tíðni smits við munnmök er óþekkt, en það er þó mikill misskilningur að munnmök séu öruggari leið til að stunda kynlíf. Margir kynsjúkdómar smitast við munnmök svo sem herpes, vörtur og klamydía. Klamydíusýking orsakast a...
Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður?
Taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi, sem er heili og mæna, og úttaugakerfi sem eru taugarnar sjálfar. Úttaugakerfið skiptist síðan í viljastýrða taugakerfið sem stjórnar beinagrindarvöðvum og sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar hjartavöðvanum, sléttum vöðvum og kirtlum. Sjálfvirka taugakerfið skiptist enn fr...
Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?
Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...
Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?
Í raun verður manni ekki kalt þegar maður er kominn með hita heldur rétt áður en líkamshitinn hækkar. Í undirstúku heilans er hitastillistöð sem sér um að viðhalda líkamshita okkar við um það bil 37° C við eðlilegar kringumstæður. Við getum orðað það þannig að hitastillir okkar er stilltur á 37° C. Við getum fe...
Hvað getið þið sagt mér um pardusköttinn (Leopardus pardalis)?
Parduskötturinn (Leopardus pardalis), eða ocelot eins og hann kallast á alþjóðavísu, er ein tegund svokallaðra nýjaheimskatta. Heimkynni parduskattarins er í þéttu skóglendi Suður-Ameríku og allt norður til suðurríkja Bandaríkjanna (Texas og Louisiana). Búsvæði þeirra eru allt frá rökum og þéttum regnskógum til kj...
Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju?
Þessi spurning snýr að því af hverju það hlýtur svo mikla athygli þegar stelpur bera sigurorð af strákum. Líklega er átt við einhverja tegund af íþróttakappleik þar sem nokkuð vel er skilgreint hver vinnur og hver tapar. Athyglin sem stelpur fá þegar þær sigra stráka veltur að einhverju leyti á staðalmyndum k...
Eru fæðubótarefni eins og prótínduft, kreatín og glútamín gagnslaus og peningasóun?
Aðrir spyrjendur eru: Einar Hauksson, Þórunn Heimisdóttir f. 1990, Steinar K. f. 1992, Guðrún Þóroddsdóttir og Andri Ásgrímsson f. 1988. Ágætt er að gera nokkurn greinarmun á prótíndufti og öðrum svokölluðum fæðubótarefnum, en prótínduft er í raun bara hreint prótín. Fullorðin manneskja þarf að jafnaði 0,8 g af...