Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 577 svör fundust
Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?
Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...
Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?
Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...
Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?
Svar við þessari spurningu var upphaflega skrifað í maí 2001 en endurritað að hluta í janúar 2019. Tilefni endurskoðunar er að ljúka frásögninni á árinu 1945 þegar hermdarverk nasista voru öllum sem vildu vita ljós og áður en mismunandi viðhorf um stefnu Ísraelsríkis fóru að skipta mönnum í ólíka flokka. Sú skipti...
Hverjar eru helstu ástæður landnáms?
Landnám köllum við það þegar fólk eða dýr setjast að þar sem þau hafa ekki verið áður. Í þessu svari verður fjallað um ástæður þess að fólk nemur land og tekin dæmi bæði af því þegar fólk nemur óbyggt land – eins og gerðist á Íslandi í lok 9. aldar – og þegar það ryður úr vegi fyrri íbúum og byggir nýtt samfélag a...
Hvað voru Púnverjastríðin?
Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...
Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?
Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...
Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...
Hvað var Sturlungaöld?
Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Hvað getið þið sagt mér innrásina í Normandí?
Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu borið lægri hlut í baráttunni um Atlantshafið og Sovétmenn höfðu snúið vörn í sókn á austurvígstöðvunum. Við Miðjarðarhaf höfðu bandamenn náð að hrekja Þjóðverja úr Afríku og ráðast inn í bæði Sikiley og Ítalíu. Þjóðverjar h...
Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?
Peningar eru gefnir út af seðlabönkum og því verða þeir í þrengsta skilningi til við það að seðlabanki lætur prenta seðla eða slá mynt og setur í umferð. Til dæmis gæti þetta gerst þannig að ríkissjóður tekur lán í seðlabanka og fær það greitt í seðlum sem ríkissjóður notar svo til að kaupa fyrir vörur eða þjónust...
Hvað eru íþróttir og hvað skilgreinir þær?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem Íþróttasamband Íslands tekur tillit til þegar það leyfir / viðurkennir íþróttir? Skilgreining íþrótta er ekki náttúrulega gefin staðreynd, heldur ræðst hún af sögulegum, félagslegum, menningarlegum og pólitískum forsendum á hverjum stað á hverjum tíma. Það er þv...
Hvert er efnahagslegt tjón vegna COVID-19?
Veirufaraldurinn sem nú skekur heimsbyggðina hefur nú þegar haft veruleg efnahagsleg áhrif og mun fyrirsjáanlega hafa það áfram þótt erfitt sé að sjá fyrir hve lengi. Viðbrögðin við faraldrinum hafa verið mjög mismunandi eftir löndum en þó yfirleitt falið í sér verulegar takmarkanir á ferðum og samkomum fólks. Þet...
Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum?
Hugmyndin um samkynhneigð er ung og þekkist varla fyrr en á ofanverðri 19. öld. Þá varð mikið hneykslismál í kringum rithöfundinn Oscar Wilde (1854-1900) sem var fangelsaður fyrir að hafa átt samræði við aðra karlmenn. Í nútímamáli er talað um samkynhneigð þegar tveir einstaklingar af sama kyni eiga í ástarsamband...
Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?
Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...