Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1597 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hversu skaðleg eru E-efni líkamanum?

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. E-efni eða aukaefni eru notuð í matvælaiðnaði til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Þau eru því mjög ólík innbyrðis og áhrif þeirra á líkamann mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að askorbínsýra, öðru nafni C-vítam...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?

Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile. Hér s...

category-iconTrúarbrögð

Hver skrifaði Biblíuna og hvernig vissi hún eða hann allt um söguna?

Ritið sem við köllum Biblíu er í raun margar bækur enda þýðir orðið biblía bækur. Við skiptum Biblíunni oftast í tvennt og tölum um Gamla testamentið og Nýja testamentið. Í Gamla testamentinu eru 39 rit og það er upprunalega ritað að mestu á hebresku. Í Nýja testamentinu eru 27 rit og það var fyrst ritað á grísku....

category-iconLandafræði

Hvað eru margir menn til í heiminum?

Áður en spurningunni verður svarað er rétt að hafa í huga að við getum aldrei vitað nákvæmlega hversu margir búa í heiminum vegna þess að tölur um fólksfjölda í flestum löndum heims eru áætlaðar eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu la...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta manneskjan til?

Manneskjur urðu til við þróun rétt eins og allar aðrar lífverur á jörðinni. Yfirlit yfir spurningar og svör um þróun, þá sérstaklega þróun mannsins, má finna í svari Páls Emils Emilssonar við spurningunni Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna? Það er samt eiginlega ekki hægt að segja að neinn ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er naflaló og hvernig myndast hún í nöflum fólks?

Ló eða kusk í nafla samanstendur einkum af stökum trefjum úr fatnaði ásamt svolitlu af dauðum húðfrumum og líkamshárum. Sviti límir svo þessi efni saman í hnoðra. Samkvæmt rannsóknum Karls Kruszelnickis við Háskólann í Sydney í Ástralíu, virðist naflaló frekar berast upp frá nærfötum frekar en niður frá skyrtum og...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?

Þyngd 79 kg manns á tunglinu er um 128 njúton (N) sem er um það bil sú sama og þyngd 13 kg hlutar á jörðinni. Maður sem stendur á tunglinu er því léttari en þegar hann stendur á jörðinni. Þyngd 79 kg manns á jörðinni er 774 N eða um 6 sinnum meiri en á tunglinu. Massi þessa sama manns er alltaf 79 kg, sama hva...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta hrefnur út?

Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti). Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við gilli-gill þegar við kitlum lítil börn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju segjum við "gilli-gill" þegar við kitlum einhvern? Hefur það einhverja merkingu? Það er vel þekkt að orð eru löguð til þegar verið er að tala við lítil börn. Eitt dæmi er orðið snuð 'eins konar tútta’ sem breyttist í snudda og aftur í dudda, til dæmis ,,Hvar ...

category-iconTölvunarfræði

Er endalaust pláss á Internetinu?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af Netinu? þá er Internetið samsett úr litlum einingum sem mynda eins konar tölvunet. Í þessu tölvuneti eru vefþjónar (e. server) og venjulegar tölvur sem sækja efni á vefþjónana, svo sem vefsíður. Minnið á Netinu er sem sagt tölvur...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Gæti hugsanlega verið til annar alheimur?

Það gæti vel verið að til sé annar alheimur en við höfum engan möguleika á því að komast að því hvort svo sé eða ekki! Hugtakið annar alheimur felur nefnilega í sér að handan þess alheims sem við búum í sé annar alheimur sem er algjörlega aðgreindur frá okkar eigin alheimi. Ef hann væri ekki aðgreindur frá okkar e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru köngulær til?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...

category-iconHugvísindi

Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?

Samkvæmt Hagstofunni ber engin kona á Íslandi nafnið Lofthæna, hvorki sem eigin- eða millinafn. Þar að auki er nafnið ekki á skrá Mannanafnanefndar yfir leyfileg nöfn, svo vandræði bíða þeirra sem ætla að skíra dætur sínar Lofhænur. Nefndin hefur þó aldrei hafnað nafninu. Í Landnámu er minnst á tvær konur sem h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað merkir Gr á Alt Gr-hnappinum á lyklaborðinu?

Hnappurinn Alt Gr sem er hægra megin við bilstöngina (e. space bar) á flestum PC-lyklaborðum, er notaður til að fá fram ýmis sértákn. Á lyklaborðum sem eru stillt til að skrifa íslensku er til dæmis hægt að skrifa táknið @ með því að halda niðri Alt Gr og ýta á lykilinn Q. Skammstöfunin Alt stendur fyrir 'alter...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru fuglar með eyru?

Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...

Fleiri niðurstöður