Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er sagt: "klukkan er eitt, tvö eða þrjú," alltaf í hvorugkyni, en ekki í kvenkyni úr því að klukkan er kvenkynsorð?

Skýringin á þessu er ekki ljós en gæti verið þessi: Orðasambandið hefur ef til vill mótast eftir dönsku: klokken er et en þar kemur hvorugkynsmyndin aðeins fram í tölunni et, en kyn sést ekki í to, tre og svo framvegis. Úrfelling gæti legið að baki í íslensku, til dæmis að orðið högg sé fellt brott. Klukkan sl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hákarl sem veiðist við Ísland er sagður vera eitraður sé hann etinn ferskur, en erlendis borða menn hákarl ferskan. Hvernig stendur á þessu?

Ólíkt mörgum öðrum hryggdýrum hafa hákarlar ekkert þvagkerfi. Þvagefnið (urea) streymir þess vegna úr vefjum og blóðrás dýrsins með osmósu. Þessi leið til að losa þvagefni úr líkamanum kom snemma fram í þróunarsögunni og ber vitni um það hversu frumstæð dýr hákarlar eru, enda hafa þeir verið í nokkurn veginn óbrey...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?

Það er rétt hjá spyrjanda að þarna er nokkurt tölulegt ósamræmi þó að það sé ekki nákvæmlega eins og lýst er í spurningunni. Skýringin á því að það viðgengst er hins vegar fyrst og fremst sú að við erum ekki að lýsa tímalengd sem er alltaf eins heldur meðaltali sem einstök tilvik víkja talsvert frá í báðar áttir. ...

category-iconLögfræði

Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?

Í 3. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, er tiltekið hverja megi ættleiða:Lög þessi taka til ættleiðinga barna innan 18 ára aldurs. Sama er um ættleiðingar þeirra sem eldri eru, nema annars sé getið og eftir því sem við á. Með orðinu barn samkvæmt lögum þessum er átt við barn eða ungmenni allt til 18 ára aldurs...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?

Upphafleg spurning var: Okkur er kennt að það séu 365 dagar í einu ári, jafnframt að það séu 52 vikur í einu ári og 7 dagar í vikunni! Ef við margföldum 7*52 fáum við út 364. Hvernig stendur á þessum mismun? Eins og fjallað er um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að finna út hvort tilteki...

category-iconHagfræði

Hvaða efnahagslegu afleiðingar hefði það fyrir heiminn og Ísland ef við gætum flutt smástirnið 433 Eros til jarðar, en það er fullt af gulli?

Smástirni eru litlir hnettir úr málmum og bergi. Þau ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til reikistjarna. Smástirni eru oft óregluleg í lögun þar sem þyngdarkrafturinn er ekki nægilega mikill til þess að þau myndi kúlulaga hnött. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru smá...

category-iconHugvísindi

Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?

Orðin tvennur, þrennur og fern eru lýsingarorð og merkja 'í tveimur (þremur, fjórum) samstæðum; tveir (þrír, fjórir) um eitthvað'. Talað er til dæmis um að skipta einhverju í tvennt (þrennt, fernt), það er í tvo (þrjá, fjóra) hluta. Lýsingarorðin laga sig eftir nafnorðinu sem þau standa með, til dæmis með tvennu (...

category-iconFélagsvísindi

Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?

Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns. Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sé...

category-iconLögfræði

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að við brennum okkur á 80-100°C heitu vatni en getum setið í jafnheitu gufubaði án þess að brenna okkur?

Þetta er góð spurning og svarið snertir mörg af undirstöðuatriðum varmafræðinnar. Hiti hlutar eða hitastig (e. temperature) segir fyrst og fremst fyrir um stefnu varmaflutnings (e. heat transport) til annarra hluta í kring. Þegar hiti hlutarins A er hærri en hlutarins B segjum við að A sé heitari en B og þá fl...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað gerist þegar 240 V rafmagnstæki er sett í samband við 220 V? En þegar 110 V tæki er sett í samband við 220 V?

Í grundvallaratriðum er lítill munur á 220 og 240 voltum. Tæki sem gert er fyrir 240 V má stinga í samband við 220 V án nokkurra vandkvæða fyrir raftækið. Þó má búast við að tækið skili ekki fullum afköstum. Sem dæmi má taka hraðsuðuketil keyptan í Bretlandi. Bretar eru með 240 V spennu og ketillinn því gefinn upp...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir ('A' eldra en 'a')?

Upphafsstafir voru fátíðir í upphafi setninga í elstu handritum. Þeir voru þó oft notaðir í upphafi málsgreina og í byrjun kafla voru þeir iðulega stórir og skreyttir. Í eiginnöfnum eða örnefnum voru þeir nánast aldrei notaðir. Þessi ritvenja hélst fram um 1500 eða fram á 16. öld. Þegar kom fram á 16. öld voru...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?

Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...

category-iconMálstofa

Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda

Hin dramatíska, óhugnanlega og óvænta árás sem gerð var á Bandaríkin olli ákveðnum tímamótum. Í kjölfar árásanna hefur fólk verið mjög spyrjandi, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem ég bý og starfa, og eftir því sem ég fæ best séð á það einnig við um Ísland. Fólk reynir að skilja hvað fái menn til að fremja slík...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna innritast fólk, til dæmis í skóla eða á sjúkrahús, en útskrifast svo ef vel gengur? Er einhver munur á rita og skrifa í þessu sambandi?

Sagnirnar rita og skrifa eru nánast samheiti þótt rita sé oft notuð í hátíðlegra samhengi. Sagnirnar innskrifa og útskrifa eru gamlar í málinu. Innskrifa merkir ?færa inn (í bók), skrifa (í skjal)? og að minnsta kosti frá 18. öld ?skrá í skóla?. Útskrifa merkti í eldra máli ?lýsa einhverju? (til dæmis ?hver ge...

Fleiri niðurstöður