Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2196 svör fundust
Hvernig verka hljóðnemar?
Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur. Fremst á hljóðnemum er himna, ýmist úr plasti, pappír eða áli. Þegar hljóðbylgjur skella á himnunni titrar hún og myndar þannig rafbylgjur. Hljóðhimnan er staðsett fremst í hljóðnemanum eins og sést á skýringamyndinni hér fyrir neðan: Hljóðhimnan er staðsett fremst...
Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?
„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...
Hefur tilgáta Riemanns verið sönnuð?
Náttúrleg tala stærri en 1, sem er einungis deilanleg með 1 og sjálfri sér, nefnist frumtala (prímtala). Náttúrleg tala stærri en 1 nefnist samsett tala, ef hún er ekki frumtalan. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7, 11, 13, 17, 19, ... Allt frá því sögur hófust hafa menn rannsakað þessar tölur. Í bókum Evklíðs (...
Hver er efnasamsetning kviku/hrauns?
Storkuberg er flokkað annars vegar eftir efnasamsetningu og hins vegar kornastærð, það er hraða kristöllunar. Þannig er efnasamsetning basaltglers (til dæmis í móbergi), basalts (blágrýtis), grágrýtis og gabbrós hin sama, en kornastærðin ólík eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hver er mun...
Hvað er reglulegur hyrningur?
Áður hefur verið fjallað um hyrninga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af? Þar eru þeir skilgreindir svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta...
Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvaða lífvera, ef einhver, var á toppi fæðukeðjunar á undan manninum og hver urðu örlög hennar ef hún er útdauð? Maðurinn er vissulega á toppi sinnar fæðukeðju en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fæðukeðjurnar eru margar. Ótal tegundir eru á einhvers konar endapu...
Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?
Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 cm við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995. Snjódýptarmælingar eru erfiðar hér á landi. Það er einkum tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi er skafrenningur algengur. Hann veldur því að snjór er sjaldnast jafnfallinn og oft eru risavaxnar fannir innan um marauð svæði...
Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti.
Spurningin er svohljóðandi: Af hverju þarf að stækka hjól á fjórhjóladrifsbílum sem notaðir eru á Íslandi? Geta bílar sem breytt hefur verið hvað varðar hjólabúnað, verið hættulegir í notkun? Gefur ESB út reglur varðandi búnað ökutækja? 1. Hjólbarðar eru stækkaðir til að gera þessum bílum fært að komast y...
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...
Hvers konar fiskur er dílamjóri?
Dílamjóri (Lycodes esmarkii) tilheyrir ættkvísl mjóra (Lycodes). Mjórar eru langir og þunnvaxnir fiskar. Hausinn á þeim er nokkuð stór og allflatur að ofan og augun stór. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hann verður yfirleitt ekki lengri en 50-60 cm en stærsti dílamjóri sem komið hefur í ve...
Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?
Í heild var spurningin svona:Mig langar að spyrja hvernig mynduðust Knútstaðaborgir í Aðaldalshraun í S-Þingeyjarsýslu. Þetta eru einhverskonar hraunhólf sem sum eru opin að ofan. Knútstaðaborg mun vera hraundrýli (alþj. hornito) en mörg slík eru í Aðaldalshrauni sem er hluti af Laxárdalshrauni yngra. Hraunið e...
Af hverju æla kettir hárum?
Skýringin á því að kettir kasta upp hárum liggur í því að þegar þeir þvo sér sleikja þeir feldinn með hrjúfri tungunni og þá berast hár ofan í maga þeirra. Hárin valda ertingu í maganum sem leiðir til þess að þeir skila þeim upp. Hins vegar berst eitthvað af hárum niður meltingarveginn og skilst út með saur. K...
Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er; vegna þess að til þeirra óvirku streymir ekki lengur kvika. En þetta svar skilur spyrjandann kannski eftir í sömu sporum þar sem það útskýrir ekki hvers vegna kvikan hættir að streyma til eldfjallanna. Skoðum þetta nánar. Ísland hefur mikla sérstöðu í heiminum vegna...
Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?
Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...
Hvað eru strombólsk eldgos?
Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt ...