Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8681 svör fundust
Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?
Svínið og grísinn hafa haft sérstöðu í mörgum samfélögum síðan dýrið var tamið. Sérstaklega var grísinn í uppáhaldi fyrr á öldum meðal fátækra bænda í Evrópu. Þeir töldu grísinn góða fjárfestingu því að hann vex hratt og gefur af sér mikið kjöt. Lítinn grís var hægt að ala án mikils tilkostnaðar á afgöngum sem urð...
Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?
Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna. Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þr...
Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður?
Árið 2000 skilaði tekjuskattur einstaklinga 44,1 milljarði króna í ríkissjóð. Heildartekjur ríkissjóðs það ár voru 224,7 milljarðar og hlutur tekjuskattsins því rétt tæpur fimmtungur eða 19,6%. Af þessum 224,7 milljörðum voru skattar, vörugjald og tollar 200,6 milljarðar og hlutur tekjuskatta því um 22% af þeirri ...
Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?
Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð. Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulby...
Gæti ég fengið að vita allt um kjóa?
Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er farfugl og flestir þeirra koma til Íslands snemma í maí. Kjóar verpa um allt land en sandauðnir meðfram strandlengjunni eru uppáhalds varpstaðir þeirra. Kjóinn er um 45 sentímetrar á lengd og vegur á bilinu 350-500 grömm. Vænghaf Kjóans er um 120 sentímetrar. Kjóinn étur ót...
Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?
Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .- Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til ...
Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi?
Stærsta könguló í heimi er að öllum líkindum tegund sem kallast fuglaætuköngulóin (Theraphosa leblondi). Hún finnst í norðanverðri Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Surinam, Frönsku-Guyana, NA-Venezuela og Norður-Brasilíu. Þessi dýr lifa í regnskógunum við kjörhitastigið 27-30°C. Köngulærnar lifa á skógarbotni skóga...
Hvað éta hrossagaukar?
Hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) finnst víða um heim. Varpstöðvar hans eru á tempruðum svæðum Evrasíu og Norður-Ameríku en á veturna halda fuglarnir til suðurhluta Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Hrossagaukurinn vegur um 115-130 grömm og er um 27 sentímetrar á lengd með rúmlega 6 sentímetra langan...
Hvað merkir mælieiningin desíbel og við hvað miðast hún? Hvað er 0 dB og hvað er 1 dB?
Desibel er mælikvarði á hljóðstyrk. Styrkur hljóðs (I) er skilgreindur sem afl eða afköst (P) á flatareiningu (A) eðaI = P / AAfl eða afköst er aftur á móti orka á tímaeiningu þannig að hljóðstyrkurinn lýsir orkuflutningnum sem verður með hljóðinu á tímaeiningu. Nú er þess að gæta að eyrun nema hljóðstyrk ekki...
Hvers vegna á að forðast að borða mat úr beygluðum niðursuðudósum?
Ekki er hættulegt að borða mat úr beygluðum dósum svo framarlega sem þær eru ennþá heilar. Ef gat er á dósinni á aftur á móti ekki að borða neitt sem kemur úr henni. Ástæðan fyrir því er sú að bakteríur hafa þá átt greiða leið að innihaldinu þar sem þær geta fjölgað sér og gert matinn óætan. Ekki er hættulegt ...
Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?
Albínismi er þekkt erfðafræðilegt ástand hjá öllum hryggdýrum. Albínóar finnast einnig meðal skordýra, til að mynda eru til hvítingjar af fiðrildategundinni Erebia epiphron silesiana. Orsökin fyrir albínisma liggur í stökkbreytingu í geni sem tjáir ensímið týrósínasa en það leikur mikilvægt hlutverk í myndun me...
Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?
Um eitt af hverjum 1000 lifandi fæddum sveinbörnum hefur auka Y-litning. Drengir sem fæðast með auka Y-litning skera sig ekki frá öðrum drengjum í útliti fyrir utan það að þeir eru oft hávaxnari en almennt gerist og bólugrafnari á unglingsárum. XYY-drengir eru oft mjög tápmiklir en jafnframt eru aðeins meiri líku...
Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?
Fylgni er á milli hjartsláttartíðni spendýra og stærðar þeirra. Tíðnin er hæst meðal smárra nagdýra eins og músa, um 650 slög á mínútu, en lægst er hún meðal stórra reyðarhvala, eins og steypireyðarinnar. Ekki er nákvæmlega vitað hversu oft hjarta stórra sjávarspendýra slær á mínútu. Allar mælingar sem gerðar ...
Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?
Spurningin í heild sinni er sem hér segir:Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru. Skötuormurinn Skötuormurinn er einnig stærst...
Hvar eru flugurnar á veturna?
Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreyt...