Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2922 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Af hverju er meira um lægðir við Ísland á haustin og veturna heldur en um sumar og vor?

Flestar lægðir sem hingað koma eru tengdar bylgjugangi vestanvindabeltisins. Í heildina tekið ræðst styrkur þess af mun á hita á norðlægum og suðlægum breiddarstigum. Þessi munur er talsvert meiri að vetrarlagi heldur en á sumrin. Lægðir eru því að jafnaði kröftugastar á vetrum, mun öflugri heldur en að sumarlagi....

category-iconHugvísindi

Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?

Napóleon Bónaparte var keisari Frakklands milli 1804 og 1815. Þá tign hlaut hann ekki vegna þess að hann væri konungborinn heldur fyrir hæfileika sína á sviði hernaðar. Napóleon er af mörgum talinn einn besti hershöfðingi sem fram hefur komið á sjónarsvið mannkynssögunnar. Metnaður hans var takmarkalaus og varð þa...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er meðalaldur Íslendinga?

Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfa...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?

Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa. Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?

Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken). Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að segja: „Að leggja að velli“/„að leggja af velli“; „að gefnu tilefni“/„af gefnu tilefni“; „að leggja að mörkum“/„að leggja af mörkum“?

Leggja einhvern að velli: Merkingin er að 'fella einhvern, sigra einhvern'. Að baki liggur nafnorðið völlur og á orðasambandið rætur að rekja til þess er menn féllu til jarðar í bardaga. Þeir féllu þá til jarðar, að vellinum. Þess vegna er forsetningin að sú sem nota á. Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasamba...

category-iconFélagsvísindi

Hver er NEP-stefnan?

NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928. Sovétríkin hö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið patent og hvað merkir það, til dæmis þegar talað er um „patentlausn”?

Lýsingarorðið patent í merkingunni 'hentugur, hagkvæmur' er tökuorð úr dönsku. Orðið er leitt af nafnorðinu patent sem merkir 'einkaleyfi'. Að baki liggur franska orðið (lettre) patente sem merkir 'opið (bréf)'. Það er aftur sótt til latínu patens 'opinn', lýsingarháttar sagnarinnar patere 'vera opinn'. Lýsing...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þegar skipt er um hnélið og settur gerviliður, hvað stjórnar þá hreyfingu hans?

Þegar „skipt er um hnélið" þá eru „settar nýjar fóðringar". Þannig stjórnast hreyfingar hnésins áfram af manni sjálfum eins og áður. Nánar tiltekið felst þetta í því að hnéliðurinn er opnaður með skurði yfir framanvert hnéð og innanvert við hnéskelina. Hnéskelinni er síðan velt til hliðar og þá blasa við þrír ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?

Orðasambandið að taka pól í hæðina er kunnugt úr nútímamáli. Það er dregið af orðasambandinu að taka pólíhæð eða að taka pólhæð en orðið pólíhæð er aftur dregið af danska orðinu, polihøjde. Orðin póll og pólíhæð eða pólhæð merkja hér 'viðmiðunarpunktur'. Orðatiltækið ‘að taka skakkan pól í hæðina’ er vel kunnug...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin?

Orðið herbergi kemur fyrir í fornu máli í merkingunni 'íbúðarhús, gististaður'. Það er síðar einnig notað um 'vistarveru'. Orðið er til í nágrannamálunum, nýnorsku herbyrgi, sænsku härberge, dönsku herberg(e), í merkingunni 'gististaður, húsaskjól'. Það er talið tökuorð úr miðlágþýsku herberge 'gistihús', sbr. háþ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er sjóbirtingur?

Sjóbirtingur er urriði (Salmo trutta) sem líkt og laxinn dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út. Það gerist langoftast á vorin. Sjóbirtingar eru algengastir við vestu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?

Spurningin er svona í fullri lengd: Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út. Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orði...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru margar reikistjörnur til?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLandafræði

Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?

Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Þa...

Fleiri niðurstöður