Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1090 svör fundust
Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?
Þegar sár grær myndar líkaminn nýjan trefjabandvef úr kollageni yfir sárið. Örvefurinn líkist bandvefnum umhverfis sárið en er þó ekki alveg eins. Hann inniheldur litlar blóðæðar en skortir fitukirtla og teygjanlegan bandvef. Stundum verða ör óeðlilega þykk og trefjakennd vegna offramleiðslu kollagens. Þetta k...
Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum?
Ofsakvíði, eða felmtursröskun, er óþægilegur og hamlandi kvilli sem einkennist meðal annars af hræðslu, hröðum hjartslætti, skelfingu, feigðartilfinningu og svima. Horfurnar eru þó góðar, en meðferðir hafa reynst afar áhrifaríkar og er því afar mikilvægt að fólk sem þjáist af ofsakvíða leiti sér upplýsinga um vand...
Hvað getið þið sagt mér um kenningar Georges Cuvier og stöðu þeirra innan nútímavísinda?
Það er einkum tvennt, sem franski steingervinga- og dýralíffærafræðingurinn Georges Cuvier er þekktur fyrir. Annað er framlag hans til samanburðarlíffærafræði dýra, en segja má að hann hafi lagt grunninn að nútímagerð fræðigreinarinnar. Hann benti á að ákveðin einkenni í líkamsgerð dýra fylgjast löngum að og tengj...
Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju getur karlinn ekki átt barnið? Væri hægt að setja sæði í konuna og eggið í karlinn? (Sólrún Agla) Af hverju fæða strákar ekki börn? (Guðni Oddsson) Geta karlmenn verið óléttir? Það er, geta þeir gengið með börn alveg eins og konur? (Guðni Leifur) Geta karlar orð...
Er hægt að sanna eða staðfesta líffræðilegt kyn fólks með litningaprófi?
Líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar og ekki hægt að skilgreina með því að vísa til eins eiginleika eins og typpis eða brjósta. Sem dæmi þá eru til einstaklingar með eistu, leggöng og brjóst, og aðrir með typpi og eggjastokka. Einnig eru kynvitund og kynhneigð breytileg manna á milli, og fylgja ekki ...
Hver er skýringin á króknum á neðri skolti laxa?
Krókurinn sem vex upp úr neðri skolti á karlfiskum laxfiska, hængunum, er merki um karlmennsku þeirra. Krókurinn er notaður til að kyngreina lax en erfitt getur verið að kyngreina smáan nýgenginn lax (1-1,5 kg) því þá er goggurinn lítill. Krókurinn fer stækkandi í hlutfalli við stærð laxins. Þegar haustar og ...
Getur svo farið við skiptingu frumna að tveir eins litningar verði í sömu frumunni og hvað gerist þá?
Líkamsfrumur dýra og plantna eru yfirleitt tvílitna, það er með tvö eintök af hverjum litningi en oftast eru samstæðu litningarnir tveir ólíkir um breytingar í fjölmörgum genum erfðaefnisins. Ekki er útilokað að mistök í frumuskiptingu geti orðið til þess að tveir nákvæmlega eins litningar lendi í sömu frumu en þá...
Hvað er móbergshryggur?
Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars: Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snö...
Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?
Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...
Hvað er histamín, er það gott eða vont, hvað gerir það, hvert er mikilvægi þess og fleira.
Histamín tilheyrir hópi efna sem nefnast lífræn amín. Önnur efni í sama flokki eru til dæmis tyramín (e. tyramin), dópamín (e. dopamin), tryptamín (e. tryptamin), serótónín (e. serotonin), pútreskín (e. putrescin), cadaverín (e. cadaverin), spermidín (e. spermidin), spermín (e. spermin) og agmatín (e. agmatin). ...
Hvað er bakflæði?
Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...
Hvernig flokkast hvíthákarlinn?
Fáar ef einhverjar tegundir sjávardýra eru hjúpaðar jafnmikilli dulúð, goðsögnum og ævintýrablæ og hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias). Það er líklega að miklu leyti komið til vegna stærðar hans og vegna þess hve hann er mikill einfari. Eins og komið er fyrir tegundinni í dag eru hins vegar risarnir meðal h...
Er hægt að skilja sinn eigin heila?
Það er ekkert erfiðara að skilja sinn eigin heila en aðra heila, og það er ekkert erfiðara að skilja heila en aðra flókna hluti. En það er svo önnur spurning hvort maður er miklu nær um sjálfan sig þótt maður skilji sinn eigin heila. Heilinn er líffæri og gerð hans og starfsemi má lýsa nákvæmlega á máli lífeðli...
Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?
Kynlitningarnir eru tveir og heita X og Y. X er kvenkynlitningurinn en Y er karlkynlitningurinn. Venjuleg arfgerð kvenna með tilliti til kynlitninga er XX en karla XY. Þar sem aðeins karlar hafa karlkynlitning hlýtur hann eingöngu að erfast frá föður til sonar. Ýmsar erfðaraskanir eru til þar sem fjöldi kynlitning...
Hvað getur þú sagt mér um skröltorma?
Skröltormar, sem á ensku nefnast rattle snakes, eru gildvaxnir amerískir eitursnákar. Helsta einkenni þeirra eru hornplötur á halanum sem skröltir í þegar halinn er hristur. Skröltormar tilheyra tveimur ættkvíslum, Sistrurus og Crotalus. Tegundir sem tilheyra síðarnefndu ættkvíslinni eru oft kallaðar “hinir eiginl...