Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6364 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...

category-iconLæknisfræði

Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...

category-iconHugvísindi

Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?

Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...

category-iconVísindi almennt

Hvert er minnst notaða orð á latínu?

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á þann hátt sem spyrjandi ætlast líklega til, það er að segja með því að tilgreina eitthvert ákveðið orð. Hugsum okkur að Ari hafi fundið eitthvert orð sem hann telur sjaldgæfasta orð í latínu. Þá getur Bjarni vinur hans andmælt því og sagt að hann geti ...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?

'Autoimmune hepatitis' kallast á íslensku sjálfsofnæmislifrarbólga. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um svokölluð sjálfsofnæmisheilkenni að ræða. Ónæmiskerfi líkamans gegnir því hlutverki að ráðast gegn utanaðkomandi efnum, til dæmis sýklum, en það getur gerst að kerfið skynji frumur líkamans sem "utanaðkoman...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi hafa hýenur verið til?

Samkvæmt fyrirliggjandi þekkingu komu hýenur fram á sjónarsviðið fyrir um 26 milljón árum. Fyrirrennari hýena var smávaxið rándýr sem minnti nokkuð á desketti nútímans. Elsta hýenan sem hefur fundist í steingervingum er 22 milljón ára gömul. Samkvæmt rannsóknum á beinabyggingu miðeyrans og tanna er um frumstæða hý...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?

Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða. Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er lausnarjafna annars stigs margliðu kölluð Jónas?

Í framhaldsskóla læra allir hvernig á að leysa annars stigs jöfnur eins og x2 - x + 1 = 0 með ýmsum aðferðum. Til dæmis er hægt að leysa þær með því að reyna á heppnina og stinga nokkrum tölum inn eða þátta jöfnuna í einfaldari liði sem hafa augljósar lausnir. Oft bregðast þessi ráð þó, eins og í jöfnunni hér að o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?

Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá...

category-iconHeimspeki

Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?

Já, Sókrates var nær örugglega til og almennt efast fræðimenn ekki um það. Sókrates fæddist í Aþenu 469 f.Kr. og lést þar árið 399 f.Kr. Hann samdi sjálfur engin rit og því getum við ekki lesið hans eigin orð en um hann er þó fjallað í samtímaheimildum, það er að segja í heimildum frá hans eigin tíma eftir samtíma...

category-iconEfnafræði

Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...

category-iconVísindi almennt

Hvað er langt milli Vopnafjarðar og Eyrarbakka upp á míkrómetra?

Þessi spurning gefur tilefni til að taka á málum sem margir átta sig ekki á til hlítar. Er þá einkum átt við nákvæmni í tölum og talnameðferð og hvernig hún helst í hendur við eðli máls og aðstæður allar hverju sinni. Míkrómetrinn er skammstafaður µm, þar sem µ er gríski bókstafurinn mý. Einn µm er milljónasti ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?

Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur ...

category-iconOrkumál

Er hagkvæmt að setja upp vindmyllur til raforkuframleiðslu á Íslandi?

Vindorkan, líkt og vatnsorkan, rekur uppruna sinn til geislunar frá sólinni og hringrásar orku frá miðbaugssvæðunum norður á bóginn. Vindorkan er þannig endurnýjanleg auðlind. Mikil þróun hefur orðið í hönnun á vindmyllum undanfarin ár. Fyrir um áratug var orkuframleiðsla stærstu myllanna um og innan við 1 MW, en ...

Fleiri niðurstöður