Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1213 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvernig virkar litrófsgreinir?

Litrófsgreinir (e. spectrophotometer) er almennt heiti yfir tæki sem mælir styrk ljóss (rafsegulbylgna) eftir bylgjulengdum, ýmist fyrir ljómun (e. emission) eða gleypni (e. absorption) efna. Slík tæki eru mismunandi að gerð eftir því hvort um er að ræða ljómunar- eða gleypnimælingar og háð því um hvaða litrófssv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?

Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...

category-iconHeimspeki

Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?

Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni?

Svo virðist sem farið hafi verið að selja normalbrauð snemma á 20. öld. Í tveimur gömlum heimildum er því lýst á eftirfarandi hátt: Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt. (Ísafold 1905, 96) Ceres Normalbrauð ósýrt, tilbúið úr nýmöluðu mjöli úr bezta rúg, sem er þveginn áður og vandle...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvert er flatarmál sólarinnar?

Nokkuð hefur verið ritað um sólina á Vísindavefnum, en þó hefur aldrei verið minnst á flatarmál hennar. Ástæða þess er eflaust sú að yfirborð sólarinnar er ekki flötur í sama skilningi og við tölum um flatarmál jarðarinnar eða Vestfjarða. Í sólinni er gas og yfirborð hennar er því ekki vel skilgreindur flötur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?

Dýrafræðin svarar þessari spurningu neitandi. Í reynd koma hér við sögu þrjár ættir spendýra. Tvær þeirra tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia), önnur nefnist á ensku 'old world porcupine' og á latínu Hystricidae. Réttast er að kalla þá ætt puntsvín á íslensku. Hin nagdýraættin nefnist á ensku 'new world porcupine'...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?

Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft. Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum vara...

category-iconFélagsvísindi

Mega krakkar á Íslandi stofna stjórnmálaflokk?

Á Íslandi, eins og í flestum öðrum löndum, ríkir svokallað félaga- og fundafrelsi. Í því felst meðal annars að allir eiga rétt á því að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Funda- og félagafrelsið telst til mannréttinda og er tryggt meðal annars í 74....

category-iconFornleifafræði

Átti rúnaletur sér einhverja fyrirmynd og til hvers voru rúnir notaðar í fyrstu?

Fyrirmynd rúnanna er að öllum líkindum latínustafrófið eins og það var ritað í Rómaveldi um Krists burð, eða á 1. öld, en margir fornleifafundir sýna að mikil samskipti voru milli Rómverja og Danmerkur á þeim tímum. Rúnirnar eru auðsjáanlega mótaðar af manni sem kunni latínustafrófið þótt ekki séu allar þangað sót...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna telst helín eðallofttegund þegar það hefur bara 2 rafeindir?

Eðallofttegundirnar eru sjö talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe), radon (Rn) og frumefni númer 118 (Uuo) en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Eðallofttegundirnar eru í 18. flokki lotuker...

category-iconJarðvísindi

Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Charles Lyell (1797-1875) fæddist í Skotlandi, af efnuðu foreldri. Faðir hans var þekktur fyrir kunnáttu í grasafræði og drengurinn varð snemma áhugasamur um náttúruna, ekki síst skordýr. Eigi að síður lærði hann lögfræði í Oxford þar sem áhugi hans á jarðfræði kviknaði. Næstu 10 árin stundaði hann lögmannsstörf e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?

Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar fundust handrit Íslendingasagnanna?

Íslendingasögur voru flestar samdar á 13. öld og voru þá skrifaðar á bókfell eða með öðrum orðum verkað skinn, einkum af kálfum. Sögurnar voru ýmist hafðar stakar í handriti eða settar saman í stærri bækur, sumar mjög veglegar. Handritagerð á Íslandi stóð í mestum blóma á 14. öld en hnignaði síðan hægt og sígandi ...

category-iconHugvísindi

Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?

Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna. Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?

Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast. Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og ...

Fleiri niðurstöður