Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur?

Áttfætlur (Arachnida) er flokkur innan fylkingar liðfætlna (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem eru með 4 pör af fótum og tvískiptan líkama. Þær skortir einnig fálmara og vængi. Til áttfætlna teljast köngulær (Araneae), áttfætlumaurar (Acari) eða mítlar, langfætlur (Opiliones), sporðdrekar (Scorpiones), dre...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar á líkama slöngu koma eggin út?

Myndin hér að ofan sýnir skipan helstu líffæra kóbraslöngu. Myndin er af karlkyns slöngu, en líffæraskipan kvenkynsins er nánast sú sama. Aftast á dýrinu er gotraufin (e. cloaca). Hún er sameiginlegur þarfagangur fyrir úrgang og egg eða sæði. Gotraufin er aftarlega á dýrinu; liggur kviðlægt á líkama slöngunnar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?

Geirnyt (Chimaera monstrosa) er aðeins eitt af nokkrum nöfnum sem til eru fyrir þessa fisktegund. Hún hefur verið nefnd hámús, hafmús, rottufiskur og jafnvel særotta. Á ensku gengur hún oftast undir heitinu „rabbit fish” eða „rat fish”. Geirnyt er brjóskfiskur og tilheyrir ætt þeirri sem nefnist hámýs (Chimaer...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Evrópu?

Árið 2000 voru íbúar Evrópu um 12% jarðarbúa eða tæplega 728 milljónir talsins og hafði þeim fjölgað um rúmlega 180 milljónir á fimmtíu ára tímabili. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun haldi áfram eins og myndin hér að neðan sýnir (sjá einnig svar sama höfundar við spurningu um fólksfjöldaspár). Í raun er áæt...

category-iconJarðvísindi

Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni? Hvernig verður kvikasilfur til í náttúrunni? Er kvikasilfur verðmætur málmur og ef svo, hve verðmætur? Kvikasilfur kemur einkum fyrir í náttúrunni sem steintegundin sinnóber (HgS — kvikasilfurssúlfíð, e. cinnabar). Helstu námur eru á Spáni...

category-iconLögfræði

Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd?

Í stuttu máli má segja að í íslensku lagaumhverfi fyrirfinnist ekkert sem kallast gæti óháður saksóknari. Hins vegar er að finna í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19 frá árinu 1991 ákvæði um sérstakan saksóknara. Dómsmálaráðherra skipar ríkissaksóknara í hverju umdæmi fyrir sig og sér hann um rekstur og ákæ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers eru augnhár?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til hvers eru augnhár og hvað myndi gerast ef við hefðum þau ekki?Augnhár tilheyra fylgihlutum augnanna. Hinir eru augabrúnir, augnlok og tárakerfið (tárakirtlar, tárapokar, táragöng og -rásir). Segja má að augnhárin tilheyri augnlokunum. Augnlokin dreifa smurningsvökva ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?

Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju eru sumir rauðhærðir? Hvers vegna er hárið mitt ljóst? Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum, helst sem fyrst?

Spyrjandi bætir síðan við:Ég þarf að skila ritgerð um blóðskömm eftir rúmlega viku (í dag er 15. október) og er orðin pínulítið stressuð ef ég finn engar heimildir. Með von um að þið getið hjálpað mér.Við getum því miður ekki lofað því að svar verði komið eftir viku enda berast Vísindavefnum iðulega nokkrir tugir ...

category-iconHugvísindi

Af hverju er vatnið blautt?

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segj...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?

Fáar bækur hafa verið gefnar út oftar en sagan af Róbinson Krúsó eftir Englendinginn Daniel Defoe (1660-1731). Ein heimild telur að við lok 19. aldar, tæpum 200 árum eftir að sagan kom fyrst út, hafi verið til rúmlega 700 útgáfur af Róbinson Krúsó. Síðan þá hafa margfalt fleiri útgáfur af bókinni komið út og ómögu...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru Tsjetsjenar svona harðir bardagamenn?

Félagslegar, sögulegar og trúarlegar ástæður valda því að Tsjetsjenar eru miklir stríðsmenn. Hugrekki þeirra er við brugðið, en mannslífið er ekki mikils virði í þeirra augum. Þeir hafa nær alltaf átt í blóðugum átökum við nágranna sína og þá sem hafa lagt þá undir sig. Rússar, en á undan þeim Persar og Tyrkir, ha...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á sjálfsmorðstíðni ungs fólks hér á landi og í öðrum löndum?

Sjálfsvíg ungs fólks hefur verið samfélagslegt vandamál í mörg ár. Tíðni sjálfsvíga hjá fólki á aldrinum 15 - 24 ára hefur aukist á Íslandi undanfarna tvo áratugi, eins og víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heimi. Heildartíðni sjálfsvíga á Íslandi er þó svipuð og í mörgum öðrum vestrænum löndum. Í s...

category-iconVeðurfræði

Hvað merkir háþrýstingur í veðurfréttunum?

Þegar talað er um hæðir í veðurspám er átt við háþrýstisvæði. Háþrýstisvæði eru svæði með hærri loftþrýsting en er umhverfis þau. Á norðurhveli jarðar blæs vindurinn réttsælis um háþrýstisvæði, en rangsælis á suðurhveli. Næst jörðu beinist vindurinn svo nokkuð frá hæðinni svo að yfir henni myndast niðurstreymi sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Kaupmannahöfn, Versalir og Rúðuborg eru íslenskar þýðingar á heiti erlendra borga. Hver þýddi og hvar má nálgast tæmandi lista yfir slíkar þýðingar?Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi tekið saman "tæmandi" lista yfir íslenskar þýðingar á erlendum borgarheitum. Gagnlegan lis...

Fleiri niðurstöður