Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 980 svör fundust
Er gríska elsta tungumál í heimi?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær varð forngríska til? Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í forn...
Hvað eru margar kandelur í einu vatti ljósmagns?
Kandela og vatt eru í rauninni ekki sambærilegar einingar. Kandela er eining um ljósstyrk frá ljósgjafa og lýsir því hversu mikið ljós hann gefur frá sér. Ljósstyrknum er að vísu hægt að lýsa með tölu í vöttum um afköst eða orku á tímaeiningu en þá er aðeins átt við ljósorku. Ljósgjafinn gefur hins vegar alltaf fr...
Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?
Nei, Amish-fólkið er ekki Gyðingatrúar heldur kristið. Amish-söfnuðirinn varð til á seinni hluta 17. aldar sem klofningshópur úr söfnuði svissneskra mennoníta. Stofnandi hans var Jacob Amman. Amish-söfnuðir dreifðust svo um Evrópu, til Þýskalands, Hollands, Rússlands og Frakklands. Á 18. öld tóku stórir hópar A...
Hver fann Merkúríus og hvenær og hvað er hann þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?
Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og...
Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?
Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...
Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni?
Spurningunni verður að svara neitandi og það sem meira er þá er ekki auðvelt að skilgreina fjarlægð til regnboga þar sem hann er dreifður í andrúmsloftinu. Stærð sem er vel skilgreind í þessu sambandi er stefna en ekki fjarlægð. Þannig virðist regnboginn vera nær í þéttum vatnsúða svo sem frá fossi en regnbogi...
Hvaðan kemur pitsan (flatbakan)?
Eins og svo margir aðrir réttir kom flatbakan (pizzan/pitsan) ekki upprunalega frá landinu sem er frægt fyrir hana. Heimildir um fyrstu flatbökuna segja að hún hafi verið bökuð af Forngrikkjum sem fyrstir bökuðu stórt, kringlótt, flatt brauð og settu ofan á það ólífuolíu, krydd, kartöflur og margt annað. Flatbökuh...
Hvert er lengsta leikrit í heimi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi. Frumuppfærsla breska leiks...
Af hverju er vatn blautt?
Þetta er eðlileg spurning frá 9 ára spyrjanda sem er trúlega að velta ýmsum hlutum fyrir sér. Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kan...
Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?
Á Vísindavefnum er að finna tvö svör um minnstu fuglategundir heims:Eftir Jón Má Halldórsson: Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?Eftir Auði Elvu Vignisdóttur: Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi? Í þessum svörum kemur fram að minnstu fuglategundir jarðar eru af ætt kólibrífugla (Trochilidae) og sú minnsta ...
Er hægt að sanna að guð sé til?
Þessi spurning hefur löngum verið áleitin í kristnum menningarheimi. Mestu heimspekingar Vesturlanda hafa brotið heilann um hana og sýnist sitt hverjum um niðurstöður og árangur úr þeirri viðleitni. Ef við höfum í huga að kristnin er aðeins ein af mörgum trúarbrögðum manna, þá vaknar auðvitað meðal annars sú s...
Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?
Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...
Hvað eru örbylgjur?
Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með lægri tíðni en sýnilegt ljós. Örbylgjur eru hluti af rafsegulrófinu en eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu? þá má í grófum dráttum skipta rafsegulrófinu niður á eftirfarandi hátt: Út...
Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?
Kæruleysislyf er samheiti yfir nokkur lyf sem hafa róandi og slævandi áhrif og vinna gegn streitu. Þau eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður. Kostur þessara lyfja er að sjúklingur heldur meðvitund og getur fylgt fyrirmælum, svo sem að færa sig úr stað eða rétta út útlim, en þau valda einnig ...