Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2046 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?

Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...

category-iconHagfræði

Hver var Joseph A. Schumpeter og hvaða áhrif hafði hann á hagfræðina?

Joseph Alois Schumpeter (1883-1950) er einn merkasti hagfræðingur 20. aldar. Hann fæddist í borginni Třešť sem nú er í Tékklandi en tilheyrði þá Austurísk-Ungverska keisaradæminu en foreldrar hans voru Þjóðverjar. Hann nam lögfræði í Vínarháskóla undir leiðsögn Eugen von Böhm-Bawerk og lauk doktorsprófi ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?

Árni Sigurður Ingason er framkvæmdarstjóri Grein Research, sprotafyrirtækis sem starfar á sviði efnistækni og er sprottið upp úr rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands. Fyrirtækið vinnur að því markmiði að brúa bil milli framleiðsluþekkingar og -aðstöðu annars vegar, bæði á Íslandi og erlendis, og íslensk iðnaðar h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?

Orðabók Háskólans á elst dæmi um orðið forseti frá lokum 18. aldar úr heimild sem tengist stofnun Hins íslenska lærdómslistafélags. Tilgangur félagsins var að fræða landsmenn, m.a. um framfarir og vísindi og bæta bókmenntasmekk þeirra. Forvígismenn félagsins vildu einnig bæta málsmekk manna og í Ritum þess íslenzk...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu? Hvaðan koma þessi orð?

Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar. Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæsk...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers konar stjarna er Seres og hvenær fannst hún?

Seres, eða 1 Seres, er dvergreikistjarna og stærsti hnötturinn í smástirnabeltinu milli brauta Mars og Júpíters. Seres er um 945 km í þvermál og því eina fyrirbærið í smástirnabeltinu sem hefur nægan þyngdarkraft til að vera því sem næst fullkomlega kúlulaga. Seres inniheldur þriðjung af heildarmassa smástirna í s...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er vitað um fingrarím?

Upphaflegu spurningarnar eru þessar:Hver er uppruni og saga fingraríms? Hvað nefndist það á frummálinu? Hvernig er hægt að telja út fullkomlega rétt almanak á fingrunum með fingrarími?Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur nýlega birt rit um fingrarím á vefsetri Almanaks Háskólans. Þar getur meðal annars að l...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?

Trúmál geta á ýmsan hátt haft áhrif á tungumál þjóðar. Helgirit varðveita oft eldri málstig og geta átt þátt í að varðveita orð, orðasambönd og ýmis málfræðileg atriði. Ef litið er til Íslands þá er saga íslenskrar biblíuhefðar orðin ærið löng. Elstu biblíutextar, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti Íslens...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er til stórt Ð?

Spurningin er sjálfsagt til komin af því að bókstafurinn ð kemur aldrei fyrir í upphafi orða og þarafleiðandi hvorki í upphafi setninga né fremst í sérnöfnum þar sem við höfum hástafi (stóra stafi). Í venjulegum texta eins og þessum hér er þess vegna engin þörf á stóru Ð. Hins vegar kemur oft fyrir að við skrif...

category-iconLögfræði

Má ljúga í auglýsingum?

Í 1. mgr. 21. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 segir svo:Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma orðin hægri og vinstri?

Lýsingarorðið hægri, sem notað er um stefnu eða horf en einnig um hönd er skylt lýsingarorðinu hægur 'þægilegur, auðveldur; rólegur'. Hægri er miðstig lýsingarorðsins og er til í nágrannamálum eins og í færeysku høgri, dönsku højre. Vinstri er talið af germanskri rót *wen-, það er *wen-is-tra, sem er hin sama ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er orðið testamenti viðurkennt sem íslenska?

Upphafleg spurning var á þessa leið: „Hver er ástæða þess að ekki hefur í seinni tíð verið hróflað við hinu augljósa tökuorði 'testamenti'? Hví var 'vitnisburður' eða orð sams konar merkingar ekki notað frá upphafi?“ Orðið testamenti er upphaflega tökuorð úr latínu og barst í málið með fornum kirkjulegum ver...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann?

Orðið róni er sennilega stytting úr orðinu baróni í merkingunni 'drykkjurútur'. Það er sett saman úr bar og róni en síðari liðurinn sækir sér fyrirmynd í orðið las(s)aróni 'róni, flækingur, drykkfelldur auðnuleysingi'. Lasarus rís upp frá dauðum. Mósaíkmynd frá 5. öld e. Kr. í ítölsku borginni Ravenna. Las(s)...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að menn sofi yfir sig, en ekki að þeir sofi of lengi?

Orðasambandið að sofa yfir sig er, eins og svo mörg önnur orð og orðasambönd í síðari alda íslensku, fengið að láni úr dönsku. Þar er talað um at sove over sig ef einhver sefur lengur en hann ætlaði sér. Ekkert er að því að nota sambandið að sofa of lengi og reyndar gera það margir, segja til dæmis: "Ég svaf of le...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er lýðfræði?

Hugtakið lýðfræði er þýðing á erlenda orðinu "demography/demografie". Demos merkir fólk og graphic merkir lýsing. Samsetta orðið "demography" er notað um lýsingu á fólksfjölda, einkum tölulegs eðlis, sem varðar fyrirbæri eins og mannfjölgun eða -fækkun, fæðingartíðni, dánartíðni, giftingartíðni, frjósemi og önnur ...

Fleiri niðurstöður