Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Hver er munurinn á þessum kattartegundum? Talsverður munur er á jagúar, hlébarða og púmu (fjallaljóni) en þó er nokkuð algengt að fólk rugli saman fyrstu tveimur tegundunum enda eru þau um margt lík við fyrstu sýn. Púman sker sig hins ...
Hvað eru mörg kattaár í einu mannsári?
Rétt eins og við mennirnir, þá þroskast og eldast kettir hraðast á fyrsta hluta æviskeiðs síns þegar þeir taka út vöxt. Hjá mannfólkinu stendur þetta tímabil yfir í 15-20 ár en hjá köttum nær það yfir fyrstu tvö árin í lífi þeirra. Sérfræðingar í kattalíffræði hafa metið það svo að þegar kettir eru eins árs jafngi...
Ég er sagður sestur í helgan stein. Hvar finn ég „helga steininn“!?
Í nútímamáli er merkingin í orðasambandinu að setjast í helgan stein að ‘draga sig í hlé, hætta að vinna’ og elsta dæmi Orðabókar Háskólans um þá notkun er frá fyrri hluta 19. aldar. Í fornu máli var merkingin að ‘ganga í klaustur’. Að vísu var lýsingarorðið heilagur ekki með í orðasambandinu í elsta máli held...
Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?
Ég býst ekki við því að spyrjandi trúi öllu sem sagt er við hann dags daglega. Ég vona sannarlega að hann trúi til dæmis ekki að hann fái kraft úr kókómjólk eða að mamma hans sé alvitur. Heilmargt bull kemur af vörum lítilla barna og ef til vill aðeins minna frá þeim sem eldri eru. Það er einfaldlega ekki hægt að ...
Við hvað geta heimspekingar unnið annað en heimspekikennslu?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða starfsmöguleikar eru fyrir heimspeking? Menn hafa óralengi glímt við spurningar eins og: Hvers vegna erum við til? Höfum við frjálsan vilja? Er til sál? Hvað er siðferði? Heimspeki reynir með kerfisbundnum hætti að svara slíkum grundvallarspurningum um lífið og tilveru...
Hvað er stuðningsfjölskylda eða stuðningsaðili?
Samkvæmt 26. grein reglugerðar nr. 652/2004 er stuðningsfjölskylda aðili sem barnaverndarnefnd fær til þess að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili. Þetta er meðal annars gert í því skyni að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af því og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum ...
Hvað merkir orðið gyðingur og hversu gamalt er það?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu gamalt er og hvað merkir orðið gyðingur? Er samsvarandi orð um júða til í öðrum tungumálum? Geri ráð fyrir að orðið júði samsvari jew eða Jude. Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna er orðið júði niðrandi? Í dönsku og þýsku eru notuð nauðalík orð um gyðinga sem ...
Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?
Vitað er með fullri vissu um rúmlega 200 eldgos á Íslandi frá sögulegum tíma, eða síðustu 1100 árin. Þetta hafa menn fundið út til að mynda með því að rannsaka hraunlög og öskulög, en einnig með því að skoða ritaðar heimildir um gos. Grímsvatnagosið 2004 er síðasta eldgos sem varð á Íslandi (þegar þetta er skr...
Hvað er nýsköpun?
Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldu...
Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?
Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna. Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aft...
Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli?
Stutta svarið við þessari spurningu er já. Í fyrsta málslið 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir: Hver, sem skýrir rangt frá einhverju fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem hefur heimild til heitfestingar, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum.Hafi skýrsla verið heitfest skal það virt til þynginga...
Hvað er að vera af erlendu bergi brotinn?
Orðasambandið að vera af erlendu bergi brotinn er notað um að eiga rætur að rekja til útlanda. Það er til í ýmsum öðrum gerðum, til dæmis vera af góðu bergi brotinn og er merkingin þá að vera af góðu fólki kominn, vera af illu bergi brotinn, það er af vondu fólki og vera af sama bergi brotinn (og einhver annar), þ...
Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?
Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en...
Hvað er granít og hvernig myndast það?
Granít er grófkristallað, kísilríkt (SiO2 = 70%) djúpberg með steindasamsetningu nálægt 25% kvars, 40% alkalífeldspat, 26% plagíóklas og 5-6% bíótít og/eða amfiból. Granít er helsta bergtegund meginlandsskorpunnar. Lengi voru uppi deilur meðal bergfræðinga um uppruna þess og tókust þar á tvær meginkenningar; a...
Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir?
Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Mannsaugað greinir líklega á milli einnar til 10 milljóna lita. Af því að litirnir sem við greinum eru svona margir bera þeir fæstir nöfn. Fyrir flesta er nóg að þekkja heiti á fáum litum, til dæmis heitin sem við lærum sem smábörn af barn...