Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2216 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig vitum við hvernig veðrið verður?

Svarið við þessu byrjar með því að við öflum gagna um veðrið undanfarið og á svæðinu kringum okkur. Nú á dögum er þetta gert bæði með venjulegum og sjálfvirkum athugunum á tilteknum stöðum og einnig til dæmis með myndum sem teknar eru úr gervitunglum. Gögnin sem veðurfræðingarnir fá til skoðunar sýna hita loftsins...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Kaupmannahöfn, Versalir og Rúðuborg eru íslenskar þýðingar á heiti erlendra borga. Hver þýddi og hvar má nálgast tæmandi lista yfir slíkar þýðingar?Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi tekið saman "tæmandi" lista yfir íslenskar þýðingar á erlendum borgarheitum. Gagnlegan lis...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?

Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur baskneska?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum? Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar...

category-iconUmhverfismál

Hvernig verður ryk til?

Rykagnir í andrúmslofti eiga sér ólíkan uppruna, til dæmis jarðvegsagnir sem vindurinn feykir upp, efni sem koma upp í eldgosum eða mengun frá iðnaði. Fleiri þættir leggja til ryk í andrúmsloftið og þar með það ryk sem við sjáum inni hjá okkur. Má þar nefna umhverfið í kringum hús, til dæmis hvort mikið er af san...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?

Í orðasambandinu að fara undan í flæmingi er flæmingur nafnorð sem annars vegar merkir ‘flakkari’ og hins vegar ‘flakk, flækingur’. Það er síðari merkingin sem á við hér. Þetta er flæmingi, en fer hann undan í flæmingi? Að fara undan í flæmingi merkir annars vegar ‘að þvælast fyrir á undanhaldi, hopa á hæli...

category-iconJarðvísindi

Finnst leir á Íslandi sem hægt er að nota í byggingar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Erlendis er leirkenndur jarðvegur notaður sem byggingarefni. Er hægt að finna leir hér á landi - og þá hvar?Leir til leirkera- eða tígulsteinagerðar myndast við efnaveðrun á löngum tíma, helst í hlýju og röku loftslagi. Ísland er jarðfræðilega ungt auk þess sem loftslag er f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með möru og tröð þegar menn fá martröð?

Orðið martröð ‘áköf vanlíðan og vanmáttur í svefni’ er sett saman af orðunum mara og tröð. Orðið mara um óvættina þekktist þegar í fornu máli. Í Ynglinga sögu (13. kafla) sem er í fyrsta hluta Heimskringlu segir frá því að höfðingja nokkurn, Vanlanda að nafni, syfjaði mjög af göldrum sem Huld seiðkona bruggaði hon...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er skortsala?

Skortsala er þýðing á enska hugtakinu 'short sale' eða 'short selling'. Með því er átt við að fengin er eign, til dæmis hlutabréf, að láni og hún síðan seld. Til að endurgreiða lánið þarf því að kaupa eignina aftur. Sá sem hefur gert þetta hefur tekið svokallaða skortstöðu (e. short position) í eigninni en með því...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðsins "mella"?

Orðið mella hefur fleiri en eina merkingu og er uppruninn mismunandi. Það getur merkt ‘loka, slagbrandur; lykkja’ og er þá tökuorð úr dönsku malle eða nýnorsku melle ‘hringja, sylgja’ sem aftur hafa tekið orðið að láni úr fornfrönsku maille ‘möskvi, reimargat’. Önnur merking orðsins er ‘dýr með afkvæmi sitt;...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?

Hláturgas eða glaðgas kallast á máli efnafræðinnar dínitureinildi eða díniturmonoxíð. Efnatákn þess er N2O. Glaðgas lætur manni líða mjög vel og léttir af áhyggjum. Það er meðal annars notað í tannlækningum og skurðaðgerðum til staðdeyfingar eða svæfinga og einnig við deyfingu mæðra í hríðum. Glaðgasið er blan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nú er smá rifrildi í gangi, er til eitthvað rammíslenskt orð yfir pokann sem maður notar til að sprauta rjóma, kremi og majónesi?

Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rjóma, kremi eða majónesi á kökur eða rétti. Svo virðist sem hann sé oftast kallaður sprautupoki. Er það sama orð og notað er í dönsku og norsku, það er sprøjtepose og sprøytepose. Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rj...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hversu margir starfa við landbúnað á Íslandi og hversu margir við sjávarútveg?

Í stuttu máli sagt vinna flestir Íslendingar störf sem tengjast þjónustu. Hagstofa Íslands hefur um alllangt skeið gert vinnumarkaðsrannsóknir í því skyni að afla haldbærra og greinargóðra gagna um vinnumarkaðinn hér á landi. Þetta svar er byggt á niðurstöðum úr þeim rannsóknum eins og þær birtast á vef Hagstof...

category-iconMálvísindi: íslensk

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir n...

category-iconHugvísindi

Hvaða kemur það að tala um krókódílstár, hvers konar tár eru það?

Orðasambandið að gráta krókódílstárum er sennilega tekið að láni úr dönsku at græde krokodilletårer en orðatiltækið þekkist í fleiri málum. Á ensku er það to cry crocodile tears en einnig eru notaðar sagnirnar shed og weep. Á þýsku er notað Krokodilstränen vergießen eða weinen og í frönsku verser des larmes/pleurs...

Fleiri niðurstöður