Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2196 svör fundust
Hvernig er jagúar flokkaður?
Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin A...
Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?
Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eru það útfjólubláir geislar sólarinnar sem virkja litfrumur í húðinni og valda því að húðin dekkist og verður sólbrún. Útfjólublátt ljós er rafsegulgeislun með öldulengdina 100-400 nm ...
Var hægt að lenda Curiosity hvar sem er á Mars, eða hvernig var lendingarstaðurinn ákveðinn?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Miklu mál...
Getur hver sem er tekið að sér að jarða fólk og stýra útför?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mega aðstandendur sjá um undirbúning og framkvæmd útfara og þurfa líkkistur að fylgja einhverjum stöðlum? Útför er yfirheiti og er það notað um athöfnina sjálfa. Jarðarför er einnig oft notað um athöfnina og jarðsetningu ef um kistu er að ræða en bálför ef brennt er. ...
Hvernig lýsir Hunter-heilkenni sér og af hverju leggst það aðallega á stráka?
Hunter-heilkenni er afar sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Talið er að alls séu um 2000 einstaklingar með sjúkdóminn í öllum heiminum. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu I2S-geni á X kynlitningi og er það ástæða þess að hann leggst aðallega á stráka. Strákar hafa aðeins einn X litning í frumunum sem þeir erfa í öllum t...
Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?
Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma)...
Hvernig lýsir botnlangabólga sér?
Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...
Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?
Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...
Hvað er hvatberi?
Hvatberi (e. mitochondrion) er frumulíffæri sem finnst í öllum heilkjarna lífverum. Hvatberar eru belglaga, um 0,5–1 μm, en stærð og lögun getur verið breytileg eftir frumutegundum. Þeir eru nægilega stórir til að sjást með ljóssmásjá og voru fyrst uppgötvaðir á 19. öld. Hvatbera er að finna í nánast öllum fr...
Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað?
María Guðjónsdóttir er prófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Maríu felast meðal annars í notkun fljótlegra mæliaðferða til að ákvarða gæði matvæla í vinnsluferli þeirra, allt frá hráefni til lokaafurðar. Til þessara fljótlegu mæliaðferða teljast til dæmis kjarns...
Hvað er veira?
Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...
Hvað verður um alla fitu sem við neytum?
Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunn...
Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt frá því í guðspjöllunum að Jesús hafi átt systkini. Er hægt, og hefur verið reynt að rekja ættir núlifandi manna til Maríu meyjar. Er möguleiki á því að einhverjir séu skyldir Kristi? Í Markúsarguðspjalli, sem ritað um 40 árum eftir krossfestinguna, er eftirfa...
Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...
Hvað er gen?
Upphafsmaður erfðafræðinnar, Gregor Mendel (1822-1884), rannsakaði erfðir vissra einkenna hjá baunaplöntum (Pisum sativum). Hann skýrði niðurstöður tilrauna sinna með því að einkennin væru ákvörðuð af eindum sem erfðust með reglubundnum hætti. Mendel skrifaði á þýsku og nefndi þessar eindir einfaldlega Elemente. N...