Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6579 svör fundust
Hvað er Parkinsonssjúkdómur?
Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...
Hvað er það merkilegasta sem fornleifafræðingar hafa fundið?
Fornleifafræðingar myndu flestir segja að allar fornleifar séu merkilegar og að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra – hver einasti gripur og bygging séu mikilvæg til að hjálpa okkur að skilja fortíðina. Það er rétt svo langt sem það nær en hinsvegar hafa fornleifar oft meira gildi en bara sem einingar í rökræð...
Hvað eru deilitegundir?
Með hugtakinu tegund í líffræði er átt við hóp dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Það getur hins vegar verið mikill breytileiki í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund og því hefur verið brugðið á það ráð að greina tegundir enn frekar niður í deilitegundir eða undirtegundir. Einnig er stundum notað hug...
Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum?
Í heild var spurningin svona: Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum, það er innihaldi þeirra, uppruna, aldri o.s.frv.? Handritafræði er sjálfstæð fræðigrein sem er stunduð víða um heim og á rætur í athugunum og hugmyndum þýskra fræðimanna um miðja 19. öld. Í fyrstu voru skriftareinke...
Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet) Algild og afstæð fátæktarmörk Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svoköll...
Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?
Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....
Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?
Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 teg...
Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína. Menningarsvæ...
Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?
Þegar meta á hversu mikla raforku þyrfti til að framleiða vetni fyrir bílaflota Íslendinga er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir hversu mikla orku flotinn er að nota með núverandi tækni. Þá er nærtækast að byggja á tölum orkuspárnefnd Orkustofnunar. Þar kemur fram að árið 2004 hafi 163.294 bílar gengið ...
Eru stingskötur virkilega banvænar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Nú er búið að vera í öllum fréttum að Steve Irwin hafi látist af völdum gaddaskötu (stingray). Hvað getið þið sagt mér um gaddaskötu og er hún banvæn? Sú frétt barst nýlega að ástralski kvikmyndagerðarmaðurinn Steve Irwin hefði látist af sárum sem hann hlaut af völdum stings...
Hvernig var blekið búið til sem notað var við skriftir handritanna?
Blek er litarefni í vökvaformi og hefur sem slíkt verið notað í aldaraðir til að skrifa með og teikna. Bleki má skipta í tvo megin flokka sótblek (kolefnablek) og sútunarsýrublek. Notkun á bleki má upphaflega rekja til Kína og Egyptalands frá því um 2500 f.Kr. Blekið sem þar var notað var gert úr sóti og/eða ös...
Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi? Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar ...
Hvað unnu Gracchusarbræður sér helst til frægðar?
Bræðurnir Tiberius Sempronius Gracchus (164 – 133 f.Kr.) og Gaius Sempronius Gracchus (153 – 121 f.Kr.) voru rómverskir stjórnmálamenn sem reyndu að koma á ýmsum umbótum en fengu upp á móti sér íhaldssama stjórnmálamenn úr röðum yfirstéttarinnar og létust báðir í átökum við andstæðinga sína. Tiberius Gracchus v...
Hvað er sjávartengd ferðaþjónusta?
Sjávartengd ferðaþjónusta er ferðamennska á eða við sjó. Þessi tegund ferðamennsku er einkar mikilvæg eylöndum þar sem þau eru umlukin sjó og hafið hefur alltaf skipt miklu máli fyrir afkomu, samgöngur og menningu. Maðurinn hefur frá fornu fari leitað til hafs og strandar, ekki bara sér til lífsviðurværis, hel...
Hvað hét kona Sókratesar og hvað er vitað um hana?
Kona Sókratesar hét Xanþippa. Hún er einkum þekkt fyrir að vera skapmikil og erfið í sambúð. Xanþippa kemur meðal annars fyrir í samræðunni Fædoni eftir Platon (427 – 347 f.Kr.) sem var lærisveinn Sókratesar. Þar situr Xanþippa hjá manni sínum með son þeirra í kjöltunni í fangelsinu daginn sem dauðadómi hans skal ...