Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8056 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðið „surtur“ (sem jafnvel fyrirfinnst í goðafræði sem mannanafn) virðist á einhverjum tímapunkti hafa fengið heldur neikvæða merkingu en hvenær og hvers vegna er talið/líklegt að þetta hafi gerst? Eiginnafnið Surtur kemur fyrir í þremur Íslendingasögum, Njálu (Surtur ...

category-iconLögfræði

Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða skilningur er lagður í hugtakið málsháttur. Fólki er almennt heimilt að prenta það sem það vill á boli og selja þá, nema textinn sé varinn einhverskonar hugverkarétti. Spyrjanda væri til að mynda óhætt að prenta máltækið „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru hrannir þegar eitthvað er sagt vera í hrönnum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Að vera með eitthvað í hrönnum, er eitthvað sem maður hefur notað í daglegu máli. En eru til hrannir og hvað eru hrannir? Nafnorðið hrönn merkir ‘alda, bára’ (einkum í skáldamáli) en einnig ‘dyngja, aflöng hrúga’ og er það síðari merkingin sem á við orðasambandið í hrö...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar steintegund er kléberg?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Steintegundinn kléberg, er til einhver skýring eða hvernig steintegund er það? Í grein sinni „Kléberg á Íslandi“ (1951) segir Kristján Eldjárn að orðið kléberg sé ekki lifandi í íslensku og komi ekki heldur fyrir í fornritum. Ekkert sérstakt heiti hafi þessi steintegund í t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða fugla er hægt að finna á Tjörninni í Reykjavík? Hversu margar eru endurnar á Tjörninni í Reykjavík og hve margar tegundir eru þar að staðaldri? Má veiða endur við Tjörnina? Það er nokkuð breytilegt milli ára hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni og við Tjörnina. Helstu varp...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur vatnið í fossa?

Fossar verða þar sem þrep eru í farvegi árinnar, misstór og stundum fleiri en eitt, til dæmis tvö í Gullfossi. Vatnið í öllum ám er regnvatn sem safnast hefur í árfarveginn með ýmsum hætti, með lækjum (dragár), úr uppsprettum eða stöðuvötnum (lindár), úr jökulbráð (jökulár). Á einhverjum tímapunkti féll allt það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður? Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar finnast blóðsugur eða iglur?

Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...

category-iconHagfræði

Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?

Ef allir sæstrengirnir á milli Íslands og annarra landa myndu rofna á sama tíma þá myndi það leiða til afar mikillar röskunar á lífi hér á landi. Aðgangur að alls konar gögnum sem nýtt eru hér innanlands en vistuð utanlands, í því sem stundum er kallað skýið, yrði mjög lítill og erfiður. Það myndi nánast lama marg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er grátrana algengur fugl í Álftaveri eða þar nálægt?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Tel mig hafa séð grátrönu frekar en gráhegra í Álftaveri í dag 20.8.'23. Náði ekki nothæfum myndum. Fuglinn virtist einn á ferð. Er trana algeng á þessum slóðum? Grátrana (Grus grus) er flækingur á Íslandi og ekki algengur fugl en hefur þó sést á ýmsum stöðum. Varpheimkynni he...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til græn spendýr?

Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?

Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?

Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?

Já, leðurblökur (Chiroptera) hafa klær. Þær nota klærnar til þess að festa sig við yfirborð meðan þær hvílast eða eru í dvala. Leðurblökur skera sig að mörgu leyti úr öðrum núlifandi tegundum spendýra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flugið, en leðurblökur eru einu spendýrin sem fljúga. Þess ber að geta að...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir aðventa?

Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...

Fleiri niðurstöður