Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá apar í lit?

Apar eru skógardýr. Til að greina í sundur ávexti frá laufskrúða í trjám er nauðsynlegt að hafa yfir að ráða sjónskynjun sem greinir liti. Nýlegar rannsóknir bandarískra vísindamanna hafa staðfest þetta samkvæmt grein frá síðasta ári í hinu virta vísindatímariti Nature. Prímatar eru einu spendýrin sem vitað er t...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er erfitt að læra?

Já. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg...

category-iconLandafræði

Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað búa margir í Noregi, og hvað er landið stórt? (Þorkell Guðjónsson)Hvað er Grænland stórt? (Arnar Ingi)Hvar er Víetnam? (Bjarni Jónasson)Upplýsingar af þessu tagi er gott að finna á GeoHive. Til að finna lista yfir lönd sem eru stærst eða mest á tilteknu sviði, ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir spútnik?

Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. Fyrsti gervihnöttur Rússa fór út í geiminn þann 4. október 1957. Sá kallaðist...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?

Stærsta hestakynið í heiminum er að öllum líkindum enska dráttarhestakynið, english shire. Englendingar hafa einnig kallað þetta kyn the old english black horse eða the Lincolnshire giant. Talið er að uppruna þessa ræktunarafbrigðis megi rekja allt aftur til þess tíma þegar England var hersetið af Rómverjum fyr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum?

Þvottabretti er það kallað, þegar litlar öldur myndast þvert á akstursstefnu á yfirborði malarslitlaga. Þrenns konar ástæður eru nefndar fyrir myndun þvottabretta. Í fyrsta lagi aðskilnaður og tilfærsla korna í vegyfirborðinu, sem er líklegasta skýringin þegar yfirborðið er þurrt. Í öðru lagi geta þvottabretti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eitthvert örnefni á höfuðborgarsvæðinu eða vík eða vogur, sem heitir Reykjavík?

Samkvæmt heimildum Örnefnastofnunar er engin vík eða vogur í höfuðstaðnum sem ber nafnið Reykjavík. Upphaflega nafnið var Reykjarvík með r eins og sjá má í frásögn Íslendingabókar af því þegar Ingólfur Arnarson tók sér bólfestu á þeim stað sem seinna varð höfuðstaður Íslands. Þar segir „ ... hann byggði suðr í Rey...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er erfiðara að temja kött en hund?

Kettir og hundar eru án efa vinsælustu gæludýr í heimi en vissulega eru þetta mjög ólík dýr. Kötturinn er mikill einfari og vill vera eins síns liðs. Læður mynda þó félagsleg tengsl við kettlingana sína og við fressketti á mökunartímanum en að öðru leyti er varla hægt að segja að kötturinn myndi félagsleg ten...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?

Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynjunum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna springa ljósaperur?

Í ljósaperu er rafstraumur leiddur um grannan vír með ákveðið rafviðnám sem er hærra en í venjulegum rafmagnsleiðslum. Vegna viðnámsins hitnar vírinn þegar rafstraumur rennur gegnum hann og verður fljótt hvítglóandi. Til að verja glóðarþráðinn gegn tæringu þá er ljósaperan fyllt með óhvarfgjarnri lofttegund (oftas...

category-iconNæringarfræði

Í hverju felst hollusta hákarlalýsis?

Hollusta hákarlalýsis felst í mjög óvenjulegri samsetningu þess, ef miðað er við flest annað fiskilýsi. Hákarlalýsi inniheldur minna af omega-3 fitusýrum en til dæmis þorskalýsi. Það hefur því ekki þá eiginleika sem rekja má til þeirra. En hákarlalýsið inniheldur tvenns konar önnur efnasambönd, sem gefa því sé...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef boruð yrði hola gegnum jörðina gæti maður, tæknilega séð, svifið í lausu lofti vegna aðdráttaraflsins?

Þessu máli eru oft gerð skil í kennslubókum í eðlisfræði, þar sem það varpar ljósi á mikilvæg atriði í aflfræði. Hugsum okkur sem sagt að við höfum borað holu beint niður í jörðina, gegnum miðju hennar og út hinum megin. Hugsum okkur líka að jörðin sé nákvæmlega kúlulaga og að massinn í henni dreifist jafnt um ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er naga?

Orðið naga er komið úr sanskrít og merkir “höggormur”. Samkvæmt hindúatrú eru nögur guðlegir höggormar sem gæta fjársjóða jarðarinnar. Þeir hafa þó að einhverju leyti mannsmynd og eru jafnvel að hálfu leyti mennskir og að hálfu leyti höggormar. Sem verndarar vatnsbóla og fljóta geta þeir verið hættulegir. Þar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó?

Í álveri fer framleiðsla álsins fram í rafgreiningarkerum þar sem sterkur rafstraumur fer frá forskauti til bakskauts um tiltölulega þunnt lag tiltekinnar efnabráðar sem við köllum raflausn, en í henni er hráefnið súrál leyst upp. Þegar rafstraumur fer um raflausnina klofnar súrálið í frumefni sín, ál og súrefni. ...

category-iconStjórnmálafræði

Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu?

Stjórnmálaflokkar eru ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum. Þeir hafa líka oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessari merkingu eru hugtökin stjórnmálaflokkur og stjórnmálahreyfing notuð á víxl yfir það sama. Þegar talað er um stjórnmálahreyfingar...

Fleiri niðurstöður