Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?

Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framv...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?

Stjörnuathugunarstöð bandaríska flotans (U.S. Naval Observatory) birtir hér töflur um nýlega og væntanlega sólmyrkva (solar eclipse) og tunglmyrkva (lunar eclipse). Þarna eru ekki eingöngu taldir almyrkvar (total eclipse) heldur líka hringmyrkvar (annular eclipse), deildarmyrkvar (partial eclipse) og hálfskuggamy...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hár lengi að vaxa, og getur það vaxið endalaust?

Hárið vex að meðaltali 0,44 mm á dag eða 13 mm á mánuði. Þessi vaxtarhraði getur þó verið breytilegur milli einstaklinga. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hvert hár er venjulega í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það bil 85% af hári eru á hverjum tíma ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir örnefnið ‘Smjörbítill’ og hvaðan kemur orðið ‘bítill’?

Spurningin var í heild sinni svona: Á Hólssandi ekki langt frá Dettifossi er merkt á landakort örnefnið ‘Smjörbítill’. Hvað er smjörbítill og hvað merkir orðið ‘bítill’? Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar. H...

category-iconLögfræði

Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?

Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað geta mörgæsir lifað lengi?

Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?

Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okka...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?

Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálhol...

category-iconJarðvísindi

Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?

Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára. Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki?

Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Annars vegar er talað um svokallaðan NREM-svefn (norapid-eye-movement) og hins vegar REM-svefn (rapid-eye-movement). Þegar við sofnum á kvöldin förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn. Þessi svefn skiptist síðan í ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er bóla?

Orðið bóla getur átt við ýmislegt, til dæmis við svokallaðar unglingabólur sem myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka. Um þannig bólur er hægt að lesa meira um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Svo getur bóla líka átt við tískusveiflur eða slíkt, til dæmis þegar við segjum 'þetta er bara bó...

category-iconTölvunarfræði

Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skiljum hugtakið tölva. Ef tölva er fyrirbæri sem tekur inn upplýsingar, vinnur úr þeim og bregst við þeim á einhvern hátt þá má líta á allar lífverur og jafnvel stakar frumur sem lífrænar tölvur. Vísindamenn hafa tengt hefðbundnar tölvur við skynfæri og heil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn?

Til að svara spurningu sem þessari verður maður að velta fyrir sér hugtaki í þróunarfræði sem nefnist aðlögun. Lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju titrar rófan á köttum stundum?

Rófan á köttum titrar við ýmsar aðstæður eða tilefni. Til dæmis titrar hún stundum af sælu þegar kettir ganga til eiganda síns eða einhvers sem þeim þykir vænt um eða á meðan verið er að klappa þeim. Um leið fylgir oftast mal og augun eru hálfopin. Stundum titrar hún einnig af spenningi við að hitta eigandann. ...

Fleiri niðurstöður