Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er lífbelti stjörnu?
Fljótandi vatn er ein af forsendunum fyrir að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. Við sjávarmál frýs vatn á jörðinni við 0°C og gufar upp við 100°C. Í sólkerfinu okkar er ákveðið bil þar sem að meðalhitinn á yfirborði plánetu á sporbraut þar, með svipað andrúmsloft og jörðin, væri á milli 0°C og 100°C. Þessi...
Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi...
Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?
Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...
Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið?
Nú á dögum eru framfarir í stjörnufræði gríðarlega hraðar og varla líður dagur án þess að menn uppgötvi eitthvað nýtt. Sífellt berast fréttir um uppgötvanir á reikistjörnum umhverfis fjarlægar stjörnur, þannig að hætt er við að þetta svar verði fljótlega úrelt. Nýlegar uppgötvanir eru áhugaverðar að því leyti að v...
Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?
Upphaflega var spurningin svona: Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk? Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama. Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðileg...
Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?
Athugasemd ritstjórnar: Ýmis sértákn sem eiga að vera í þessu svari skila sér ekki á html-sniði. Til þess að lesa svarið með réttum táknum er hægt að skoða pdf-útgáfu svarsins. Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald ...
Hvað sögðu heimspekingar til forna um hlátur?
Hugmyndir fornra heimspekinga um hlátur og það hvað er hlægilegt eru okkur að sumu leyti býsna framandi. Hlátur var gjarnan talinn til marks um taumleysi og skort á sjálfstjórn. Glaðværð og góð skemmtun þóttu í góðu lagi en hlátrasköll þóttu síður viðeigandi. Hér þarf að rata meðalveginn en um það segir Aristótele...
Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?
Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...
Er jörðin alltaf að færast nær sólu?
Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...
Hvernig er best að byggja upp gott sjálfsöryggi?
Öll þurfum við á sjálfstrausti og sjálfsöryggi að halda til að takast á við áskoranir daglegs lífs og breytingar í umhverfi okkar. Skortur á því getur hamlað jafnvel færustu einstaklingunum, haft áhrif á baráttuvilja þeirra og haldið aftur af þeim. Rannsóknir sýna að hugsun okkar er máttugt afl. Það hvernig vi...
Hver er munurinn á dadaisma, súrrealisma og absúrdisma?
Dadaismi og súrrealismi eiga það sameiginlegt að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í lífi og list og boða nýtt upphaf. Dadaisminn, sprottinn upp úr vitfirringu heimstyrjaldarinnar fyrri sem andsvar og endurspeglun í senn, telst vera undanfari hins síðarnefnda en gengur vissulega lengra og er að því leyti sjálfum sér s...
Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest smitandi?
Á Vísindavefnum er einnig að finna svar við spurningunni Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra? Við bendum lesendum á að skoða það svar líka. Þar er fjallað sérstaklega um sama efni og hér, með hliðsjón af tilkomu bóluefna við COVID-19 og ómíkron-afbrigði veirunnar...
Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?
Dagleg orkuþörf okkar fer eftir því hvað við gerum. Við þurfum orku til allrar starfsemi og hana fáum við úr orkuefnum í fæðunni en þau eru kolvetni, fita og prótín. Orkan sem við fáum úr fæðu er að mestu leyti (um 60%) notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti en til þeirra telst öll lífsnauðsynleg líkamsst...
Hvert var fyrsta alíslenska nafnið?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Ég hef fengist við athuganir á mannanöfnum í áratugi og svarið vefst fyrir mér. Þegar talað er um „alíslenskt“ verður að vera um nafn að ræða sem á sér ekki samsvaranir í öðrum málum hvort heldur sem er ósamsett eða sett saman af viðlið og/eða forlið. Þegar talað er um „al...
Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?
Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. ...