Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1817 svör fundust
Hvers vegna eru Sunnlendingar svona linmæltir?
Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið kannað hvers vegna sú þróun varð að bera fram lokhljóðin p, t, k í innstöðu á eftir löngu sérhljóði, sem á norðanverðu landinu eru fráblásin harðhljóð, sem órödduð linhljóð [b, d, g] annars staðar. Harðmælisframburðurinn er talinn eldri í málinu, en linmælið hefur só...
Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag? Mér er alveg fyrirmunað að finna nokkuð um það á netinu. Ég hef ekki tíma til að bíða eftir svari á vefnum svo ef þið getið svarað því strax þá væri það frábært. Þið vitið svo mikið!Samkvæmt manntali Nýj...
Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku?
Önnur spurning sem brennur á Andrési er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Spurning hans í heild sinni hljóðaði svona: Kæri vísindavefur. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku. Klassískt svar er við þessari spurningu er að maður eigi að "le...
Hvar keypti Davíð ölið?
Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta einhvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögnin...
Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?
Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...
Hafa apar kímnigáfu?
Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...
Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...
Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?
Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...
Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?
Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá...
Mega nágrannar beina eftirlitsmyndavélum að lóðum og húseignum annarra?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Sæl, varðandi eftirlitsmyndavél sem nágranni minn setti upp og mér sýnist beint m.a. að garðinum og húsinu mínu. Þannig háttar að hans hús er mun ofar en mitt og upplifi ég óþægindi. Hvað get ég gert til að þetta sé athugað? Á vef Persónuverndar er sérstök upplýsinga...
Hvað merkir aðventa?
Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...
Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau?
Orðið libero er í ítölsku orðabókinni okkar. Það er lýsingarorð og þýðir 'frjáls', 'laus', 'ólofaður'. Orðið gæti sjálfsagt verið til í fleiri tungumálum enda er það af þekktum latneskum stofni. Lýsingarorðið heitir á latínunni liber og skyld því eru orð eins og liberatio, 'frelsun', libertas, 'frelsi', liberi, 'b...
Hvaðan kemur málshátturinn 'Lengi býr að fyrstu gerð'?
Ekki hefur tekist að finna svar við þessari spurningu. Flestir, sem ég hef spurt, þekkja þetta en enginn hefur getað nefnt upprunann enn sem komið er. Ýmsir hafa giskað á Íslendingasögur en leit í orðstöðulykli sýnir að svo er ekki. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið ...
Hvernig getur maður vitað að það sem skrifað hefur verið í sögubækur, til dæmis um seinni heimsstyrjöldina, sé fullkomlega satt?
Við getum ekki verið alveg viss um að það sem standi í sögubókum sé fullkomlega satt þar sem það getur verið umdeilanlegt hvað sé 'fullkomlega satt' og hvað ekki. Við höfum áður svarað ýmsum spurningum lesenda um svipað efni og látum nú nægja að benda á þau:Hvað er sannleikur? eftir Jón ÓlafssonHvernig get ég v...
Er hægt að búa til lyf gegn Alzheimer-sjúkdómi með því að genabreyta hákörlum?
Upphaflega spurningin var svohljóðandi:Er hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)? Ég vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar r...