Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 874 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjum er hægt að bjóða birginn?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða? Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er valdefling og hvenær kemur orðið fram í íslensku?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að skrifa um hugtakið valdeflingu sem er mikið notað í dag í hinum ýmsu fræðum. Hugtakið finnst ekki í orðabók Eddu og ég er að velta því fram hvenær það kemur fyrst fram í málinu og hver sé viðurtekin skilgreining á hugtakinu á íslensku. Með góðri kveðju, Rétt er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar sjón er nasasjón?

Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá. Elst ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið bragð?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan. Orðið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?

Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað þurfti margar kálfshúðir í eina bók á Sturlungaöld?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þurfti margar nautshúðir í eina bók á Sturlungaöld? Það fór eftir því hve stór bókin var, það er í hve stóru broti hún var, en það fór líka eftir því hversu þykk hún var, það er hve mörg blöð voru í henni. Bókfell er það kallað þegar búið er að verka skinn á þa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir? Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grei...

category-iconSálfræði

Hvað er persónuleikaröskun?

Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....

category-iconHugvísindi

Hvernig nýtast persónulegar dagbækur við rannsóknir og fræðistörf?

Hafa persónulegar dagbækur verið nýttar í rannsóknum á Íslandi í öðrum fræðigreinum en sagnfræði? Já, dagbækur hafa verið notaðar sem heimildir í margvíslegum rannsóknum innan ólíkra fræðigreina og nýtast þar vel. Þær hafa meðal annars verið notaðar til rannsókna á veðurfarssögu, bæði í landafræði og veðurfræði...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?

Strúturinn (struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann getur orðið allt að 155 kg á þyngd, og fullorðnir karlfuglar ná oft 250 cm hæð. Hálsinn er þó helmingurinn af þeirri hæð. Áður fyrr voru strútar um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en þeim fór fækkandi og eru nú flestir í sunnanverðri ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju erfir maður bara sumt frá mömmu sinni og sumt frá pabba sínum?

Í kjarna frumna eru þráðlaga fyrirbæri sem kallast litningar en í litningunum eru gen sem ákvarða eiginleika einstaklingsins, svo sem augnlit, háralit, hæð, kyn og svo framvegis. Flestar lífverur eru tvílitna, það er litningarnir eru í pörum, en heildarfjöldi þeirra er breytilegur eftir lífverutegundum. Í m...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær og hvernig fannst Langisjór?

Langisjór er næst stærsta stöðuvatnið á hálendinu ef frá eru talin uppistöðulón virkjanna. Aðeins Hvítárvatn er stærra (29,6 km2). Langisjór liggur í dæld á milli móbergshryggjanna Tungnárfjalla og Fögrufjalla og er 20 km langur og um 27 km2 að flatarmáli. Mjög erfitt er að segja til með fullri vissu hver það var ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn?

Heitið Bláland kemur fyrir í fornum íslenskum sagnaritum, til dæmis í Mattheusar sögu postula, einu elsta sagnariti sem til er á íslensku. Af samanburði við erlendar gerðir sögunnar má sjá að þetta orð er þýðing á latneska heitinu Aethiopia. Í Historia de antiquitate regum Norwagiensium, norsku riti á latínu sem r...

Fleiri niðurstöður