Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1887 svör fundust
Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?
Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...
Hvað er samrunaorka?
Samrunaorka er orkan sem losnar úr læðingi við kjarnasamruna (e. nuclear fusion). Léttir atómkjarnar renna þá saman og mynda aðra þyngri. Massi léttu kjarnanna er samanlagt meiri en massi þyngri kjarnanna sem myndast og þessi massamunur kemur fram sem orka samkvæmt hinni frægu jöfnu EinsteinsE = m c2Mikill hluti þ...
Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?
Leifur Müller er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra í Sachsenhausen. Hann gekk í gegnum miklar hörmungar en var svo lánsamur að lifa þær af og eftir stríðið ritaði hann bókina Í fangabúðum nazista um reynslu sína. Fyrstu árin Leifu...
Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...
Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?
Tunglið er fjarlægasti áfangastaður mannaðs geimfars til þessa, en meðalfjarlægð tunglsins frá jörðu er um 380.000 km sem er meira en nífalt ummál jarðar. Á fjögurra ára tímabili, frá 1968 til 1972, sendu Bandaríkjamenn níu mannaðar geimflaugar til tunglsins. Af þessum níu flaugum lentu sex á tunglinu, sú fyrst...
Í hvaða háskólanámi er hægt að læra um norræna goðafræði?
Í þjóðfræði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands eru eftirfarandi tvö námskeið í boði, sem tengjast norrænni goðafræði: Norrænar goðsögur (5e) · H · 4F [ECTS: 10] Kennari: Prof. John Lindow, Fulbright lektor Fjallað verður um tilurð, tilgang, form og útbreiðslu goðsagna, og samband þeirra við helgisiði ...
Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó?
Í álveri fer framleiðsla álsins fram í rafgreiningarkerum þar sem sterkur rafstraumur fer frá forskauti til bakskauts um tiltölulega þunnt lag tiltekinnar efnabráðar sem við köllum raflausn, en í henni er hráefnið súrál leyst upp. Þegar rafstraumur fer um raflausnina klofnar súrálið í frumefni sín, ál og súrefni. ...
Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?
Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...
Hvernig munum við?
Minni telst vera þau hugar- og heilaferli þar sem tekið er á móti upplýsingum, þær varðveittar og að lokum endurheimtar. Án minnis gætum við ekki hugsað um það sem gerðist í gær − ekki einu sinni um það sem gerðist fyrir sekúndu. Það eina sem við skynjuðum væri líðandi stund, það eina sem væri til væri núið....
Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?
Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...
Hvað er að vera "strýheill"?
Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd. Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er ...
Hvað er gas?
Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...
Getur kannabis læknað krabbamein?
Upprunaleg spurning Helgu var: Læknar kannabis krabbamein alveg? Ef svo er, hvað er mikið thc í kannabisinu? Og Kristinn spurði: Er til einhver sönnun um að kannabisplanta dragi úr vexti eða drepi krabbameinsfrumur? Lækningamætti kannabis er reglulega lýst í fjölmiðlum og á Internetinu. Sumir telja að ly...
Hvernig myndast stuðlaberg?
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...
Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata?
Sennilega hafa prímatar (lat. Primata) komið fyrst fram fyrir um 60 milljónum ára, nokkrum milljónum ára eftir að risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu. Þessir frumstæðu apar voru mjög smávaxnir og líkamsbygging þeirra minnti á íkorna nútímans. Lífshættir þeirra voru einnig svipaðir og hjá íkornum. Í ýmsu voru f...