Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4121 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á plöntusvifi og dýrasvifi?

Plöntu- og dýrasvif eru smáar lífverur sem svífa um ofarlega í vatnsmassanum. Það sem greinir þær að er að plöntusvif flokkast til plantna sem stunda ljóstillífun en dýrasvif telst til dýra sem þurfa orku frá öðrum dýrum eða plöntum. Plöntusvif er frumframleiðandi líkt og landplöntur en dýrasvif eru ófrumbjarga lí...

category-iconEfnafræði

Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?

Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast sam...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er lausnarjafna annars stigs margliðu kölluð Jónas?

Í framhaldsskóla læra allir hvernig á að leysa annars stigs jöfnur eins og x2 - x + 1 = 0 með ýmsum aðferðum. Til dæmis er hægt að leysa þær með því að reyna á heppnina og stinga nokkrum tölum inn eða þátta jöfnuna í einfaldari liði sem hafa augljósar lausnir. Oft bregðast þessi ráð þó, eins og í jöfnunni hér að o...

category-iconHugvísindi

Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?

Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni langvinnrar flúoreitrunar í skepnum?

Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Um einkenni bráðrar flúoreitrunar er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hver eru helst...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn hjarnahvítukyrking?

Hjarnahvítukyrkingur (e. leukodystrophy) er flokkur sjaldgæfra arfgengra taugasjúkdóma sem einkennast af hrörnun hvíta efnis heilans vegna ófullkomins vaxtar eða þroska mýlisslíðursins (e. myelin sheath) umhverfis taugunga (e. neurons). Margir sjúkdómar teljast til hjarnahvítukyrkinga og einkenni og framgangur þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er óhætt að fjarlægja geitungabú sem ég fann að vetri til í köldu þakrými, er það ekki örugglega tómt?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Er að velta fyrir mér varðandi gríðarlega stórt geitungabú í köldu þakrými. Mun stærra en körfubolti ásamt fleiri minni búum í sama rými sem eru rétt eins og handboltar og tennisboltar. Spurningi er þessi. Er þetta ekki tómt á þessum tíma og einfalt að leggja yfir þetta ruslapok...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?

Öll spurning Atla hljóðaði svona: Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauð...

category-iconJarðvísindi

Hvað er kvikuhlaup?

Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast íshellar?

Íshellar geta myndast þar sem jökulvatn rennur undan jökulsporði í vatnsmiklum rásum. Á meginjöklinum hripar leysingarvatn í ótal taumum niður á botn en safnast þar í fáa farvegi. Núningsvarminn í vatnsrásunum bræðir stöðugt ísveggina og við það stækka hvelfingar. Ísfargið á þunnum sporðinum nær ekki að pressa sa...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir P.S.?

Skammstöfunin P.S. eða PS er notuð í mörgum málum og vísar í latneska orðið postscriptum sem þýðir 'eftirskrift, eitthvað sem skrifað er á eftir' (eiginlega lýsingarháttur þátíðar af sögninni postscribere, 'að skrifa á eftir'). Í bréfum er þessi skammstöfun oft sett á undan því sem bréfritari bætir við eftir að...

category-iconVísindi almennt

Hvaða vísindalegu sannanir eru fyrir því að Guð sé til?

Í svari Hjalta Hugasonar við spurningunni Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til? segir Hjalti að það brjóti í raun í bága við eðli vísindanna að reyna að að svara einhverju um tilvist Guðs. Hjalti bendir á að ýmsir vísindamenn og heimspekingar hafi oft lagt fram rök og sannanir fyri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig fallbeygir maður nafnið Alex?

Mannsnafnið Alex er eins í öllum föllum og beygist þess vegna ekkert. Vísindavefurinn á nokkur svör um beygingu orða sem hægt er að skoða með því að setja leitarorðið 'beyging' í leitarvélina okkar. Við bendum þeim sem þurfa að fletta upp beygingum á orðum, hvort sem það eru mannanöfn eða önnur orð, á síðuna Be...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Foss á Vestfjörðum er bæði kallaður Dynjandi og Fjallfoss. Hvort nafnið er réttara og af hverju?

Fossinn heitir Dynjandi og dregur nafn af hljóði sínu. Nöfn á fossum og ám eru oft mynduð með –andi, samanber Rjúkandi, Mígandi. Nafnið Fjallfoss á fossinum er rangnefni, en sagt er um bæinn Dynjanda í sóknarlýsingu Rafnseyrarkirkjusóknar 1839 eftir sr. Sigurð Jónsson, að hann taki „nafn af stórum fjallfossi á...

category-iconHugvísindi

Er til fjögurra atkvæða eiginnafn í íslensku?

Fjögurra atkvæða eiginnöfn eru nokkuð algeng í íslensku. Er þá oftast um nöfn að ræða sem sett eru saman af tveggja atkvæða forlið og tveggja atkvæða síðari lið. Sem dæmi mætti nefna forliðina Aðal- og Sigur-: AðalbergurSigurfinnurSigurjóna AðalgerðurSigurgarðurSigurlaugur AðalgunnurSigurgesturSigurlína Aðalhe...

Fleiri niðurstöður