Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir heitið Kleifar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Staðarnafnið Kleifar er algengt. Kleifar í Skötufirði, Kleifar í Seyðisfirði. Magnea frá Kleifum (í Kalbaksvík). Svo hef ég heyrt talað um að Kleifarnar og hef skilið það þannig að fara fram á lága kletta til að sjá fram af þeim. Þá er til Hestakleif milli Mjóafjarðar og Ísafjarða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vettugur og hvernig er hægt að virða eitthvað að vettugi?

Orðið *vettugur sem slíkt er ekki til. Í fornu máli var eitt óákveðinna fornafna vetki (einnig ritað vætki, vekki) og beygðist svona:Nf. vetkiÞf. vetkiÞgf. vettugiEf. vettugis, vettergis Fornafnið var samsett úr *ne-vétt-gi þar sem véttur er sama orð og vættur ‘vera, huliðsvera’ og -gi var áhersluliður. Merki...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á álfum og huldufólki?

Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með h...

category-iconHugvísindi

Hvað er að vera "strýheill"?

Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd. Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er ...

category-iconHugvísindi

Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?

Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða löndum búa leðurblökur?

Leðurblökur (Chiroptera) eru tegundaauðugasti ættbálkur spendýra á eftir nagdýrum. Til ættbálks leðurblaka teljast um 1.200 tegundir eða liðlega 20% allra spendýrategunda. Leðurblökur finnast í öllum heimsálfunum að Suðurskautslandinu undanskildu. Appelsínuguli liturinn á kortinu sýnir hvar leðurblökur finnast...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður?

HIV-veiran smitast aðallega á milli einstaklinga gegnum óvarðar samfarir, með sprautum eða sprautunálum, við blóðgjöf, eða frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða við brjóstagjöf. Af öllum þeim milljónum HIV-smita sem eru þekkt er aðeins vitað um eitt tilfelli þar sem veiran barst á milli manna með kossum....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?

Það er mögulegt að brenna olíu sem berst í sjó við olíuslys og það er gert í einstaka tilfellum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Þar segir um þessa aðferð: Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er kynlífsfíkn og hvenær telst maður vera orðinn kynlífsfíkill?

Hugtakið kynlífsfíkn er mjög umdeilt og er ekki að finna í venjulegum greiningarhandbókum geðlækna eða kynlífsfræðinga. Á seinni árum hafa myndast alls kyns fíknihugtök svo sem vinnufíkn, kynlífsfíkn, matarfíkn, íþróttafíkn og fleiri sem lýsa ákveðnu hugarástandi sem fólk telur sig kannast við. Venjulega eiga menn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta hvalir talist meindýr?

Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á Grænhöfðaeyjum er talað tungumál sem kallast „kreol“ og er kokkteill portúgölsku og ýmissa afrískra tungumála. Meðal ýmissa þjóðlegra rétta í matarmenningu eyjaskegga er svínakjötskássa sem svipar svolítið til íslenskrar kjötsúpu og nefnist cachupa en orðið er borið fram...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?

Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hv...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða sterka ljós er þetta á himninum í vestri, gæti það verið gervihnöttur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er í Grindavík og sé alltaf frekar sterkt ljós sem virðist vera nánast stöðugt yfir Reykjanesinu. Séð frá mér er þetta nánast í vestur og virðist ekki vera mjög hátt. Hvað er þetta og hver er tilgangurinn? Ég geri ráð fyrir að þetta sé gervihnöttur af einhverjum toga og væri g...

category-iconLandafræði

Hvenær varð Reykjavíkurkaupstaður að Reykjavíkurborg?

Strax upp úr aldamótunum 1900 heyrðist stundum talað um Reykjavík sem borg eða höfuðborg. Þetta sést til að mynda af og til í Reykjavíkurblöðunum frá þessum tíma. Samt sem áður var opinbera heitið Reykjavíkurbær og í stjórnskipan Reykjavíkur voru notuð heitin bæjarstjórn, bæjarfógeti og svo framvegis. Frávik fr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru fylgitungl Neptúnusar?

Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl. ...

Fleiri niðurstöður