Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8497 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvað sýsla menn? Af hverju er sagnorðið dregið?

Í eldra máli var notað kvenkynsorðið sýsl í merkingunni ‛starf, embætti; embættissvæði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:1012) að sögnin að sýsla ‛annast, starfa, fást við’ sé leidd af því orði fremur en kvenkynsorðinu sýsla. Samsvarandi sagnir finnast í grannmálunum, saman...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?

Orðasambandið að bæta úr skák er þekkt í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Merkingin er ‛að bæta úr einhverju’ og er orðasambandið mjög oft notað neitandi, þ.e. „það bætir ekki úr skák að ...“. Líkingin á rætur að rekja til skáktafls. Halldór Halldórsson prófessor fjallaði um orðsambandið í dokt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar prik er kjánaprik?

Orðið kjánaprik er notað í fremur gælandi tóni við krakka. Elsta og í raun eina dæmið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Halldórs Laxness. Kjánaprik er samsett úr kjáni 'bjáni, einfeldningur' og prik. Margir myndu væntanlega segja að hinir frægu Steini og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til íslenskt orð yfir "nonprofit organisation?"

Ekki virðist samkomulag um eitt orð yfir „nonprofit organisation“. Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur þýtt þetta með orðasambandinu „stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni“. Alþjóðasjóður villtra dýra (World Wildlife Fund, WWF) er stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Hún tilheyrir því þriðja...

category-iconStjórnmálafræði

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?

Hér er fyrri hluta lengri spurningar frá Úlfari svarað. Þetta er fyrsta svarið af þremur um kosningakerfið. Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Lykilatriðin í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis eru þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Hver var fyrsti málfræðingurinn, hvenær var hann uppi og hvert var aðalverkefni hans? frá Shlok Datye. Svokölluð „Fyrsta málfræðiritgerð Snorra-Eddu” er talin skrifuð á síðari hluta 12. aldar. Nafn sitt dregur hún af því að vera fremst fjögurra ritgerða um íslenskt m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?

Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól. Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt...

category-iconHeimspeki

Hvað eru ógöngurök?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað eru ógöngurökin í heimspeki, sbr Menón?Íslenska orðið ógöngurök er notað sem þýðing á forn-gríska orðinu dilemma, sem merkir bókstaflega tví-setning, það er setning sett saman úr tveimur setningum, sem gefa tvo kosti til kynna. Stundum er tvíkostur notað um sama hugtak. Í ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig hófst og endaði ísöldin?

Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum en hún hafði staðið yfir í um 2,6 milljón ár. Á þessu tímabili var gífurlegt magn vatns bundið í jöklum svo sjávarhæðin var tugum metra neðar en nú er. Þegar jökullinn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Ameríku lá jökul...

category-iconVísindi almennt

Hvert er minnst notaða orð á latínu?

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á þann hátt sem spyrjandi ætlast líklega til, það er að segja með því að tilgreina eitthvert ákveðið orð. Hugsum okkur að Ari hafi fundið eitthvert orð sem hann telur sjaldgæfasta orð í latínu. Þá getur Bjarni vinur hans andmælt því og sagt að hann geti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?

Fyrirspyrjandi nefnir ekki hvaða fell hann á við en Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur: Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m). Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m). Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?

Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg h...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru lofkvæði?

Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði. Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?

Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið dýflissa?

Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...

Fleiri niðurstöður