Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4831 svör fundust
Ef maður spyr spurningar á Vísindavefnum hvers vegna kemur þá stundum svar við annarri svipaðri spurningu?
Oftast berast nokkrir tugir spurninga til Vísindavefsins á degi hverjum. Þegar mest lætur fáum við stundum rúmlega 60 spurningar á dag og því miður getum við ekki svarað þeim öllum strax. Stundum fáum við spurningar um eitthvað efni sem við eigum svör við, þó að spurningarnar hljómi ekki alveg eins. Ef það er r...
Hver var gyðjan Ekkó?
Ekkó var fjalladís í grískum goðsögum. Samkvæmt einni sögu varð skógarguðinn Pan ástfanginn af henni en ástin var ekki endurgoldin. Pan tryllti þá fjárhirða nokkra og gengu þeir af Ekkó dauðri. Öllu þekktari er þó sagan af Ekkó og Narkissosi einkum í útgáfu rómverska skáldsins Publiusar Ovidiusar Naso (f. 43 f....
Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...
Hvenær er höfuðdagur?
Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á...
Íslam í apríl
Íslam og Mið-Austurlönd verða í brennidepli á Vísindavefnum í apríl. Þá verða meðal annars birt svör eftir nemendur í námskeiðinu Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál og saga. Umsjónarkennari þess er Magnús Þorkell Bernharðsson. Í síðustu viku birtust svör við spurningunum: Af hverju klæðast sumar íslams...
Af hverju heita Landeyjar þessu nafni?
Nafnið á Landeyjum helgast af vatnsföllum sem um þær renna svo að þær eru sem eyjar. Þannig segir Eggert Ólafsson frá í ferðabók sinni og Bjarna Pálssonar frá 1752-57: Þar fyrir austan eru ósar Markarfljóts í þrennu lagi, sem ásamt öðrum vötnum og hafinu fyrir utan lykja um Landeyjar að mestu leyti. Stærsta eyjan...
Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð?
Orðhlutinn ‚aflands‘ er þarna þýðing á enska orðinu ‚offshore.‘ Það var upphaflega annars vegar haft til dæmis um vind sem stendur af landi (‚offshore wind‘) og við köllum aflands- eða frálandsvind. Hins vegar var enska orðið haft um það sem er á grunnsævi eða skammt undan landi. ‚Offshore islands‘ þýddi þannig up...
Hvað er átt við með orðinu skammtafræði?
Orðið skammtafræði er þýðing á erlendu orði sem notað er í eðlisfræði. Á ensku kallast skammtafræði 'quantum theory', 'quantum physics' eða 'quantum mechanics'. Sambærilegt heiti í frönsku er 'mécanique quantique' og á þýsku eru notuð orðin 'Quantenmechanik', 'Quantentheorie' eða 'Quantenphysik'. Í svari við sp...
Hver fann upp spegilinn og hvenær?
Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og...
Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað?
Í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar, sem er í umsjón málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er íslenska orðið yfir web site ‛vefsetur’ en yfir web page ‛vefsíða’. Heimildirnar eru fengnar úr fleiri en einu orðasafni. Ef litið er í Tölvuorðasafn, sem gefið var út 2005, þá stendur vi...
Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?
Austur er höfuðátt í kristinni trú. Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa...
Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?
Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku. Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og e...
Geta mýs og rottur lifað á sama svæði í sátt og samlyndi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Deila rottur og mýs umráðasvæði? Lifa þær til dæmis saman í holræsum? Mýs og rottur lifa í nokkuð líku umhverfi í náttúrunni. Þessi dýr finnast því stundum á sama svæði en slíkt kemur þó sjaldan fyrir. Til þess að tryggja sér lífsviðurværi og skjól helga bæði mýs og ro...
Hvað er rofinn persónuleiki?
Upphafleg spurning: "Hvað er rofinn persónuleiki eða dissociative identity disorder? Hver er gagnrýnin á það?" Það sem átt er við með rofnum persónuleika er hið sama og það sem stundum er nefnt margfaldur persónuleiki (multiple personality) eða jafnvel hugrofspersónuleikaröskun. Fá fyrirbæri sem sálfræðin hefur...
Hvað er "landfræðileg alin"?
Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...