Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3273 svör fundust
Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?
Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...
Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?
Vitað er með fullri vissu um rúmlega 200 eldgos á Íslandi frá sögulegum tíma, eða síðustu 1100 árin. Þetta hafa menn fundið út til að mynda með því að rannsaka hraunlög og öskulög, en einnig með því að skoða ritaðar heimildir um gos. Grímsvatnagosið 2004 er síðasta eldgos sem varð á Íslandi (þegar þetta er skr...
Er svartur sporðdreki hættulegur?
Allir sporðdrekar eru eitraðir. Stærri sporðdrekar eru sýnu hættulegri en þeir minni, enda geta stórir sporðdrekar yfirleitt komið meira eitri í fórnarlamb sitt. Spyrjandi spyr um svarta sporðdrekann en fjölmargar sporðdrekategundir eru svartar að lit. Þær þekktustu finnast í norðanverðri Afríku og vestanverðri...
Er líf eftir dauðann?
Þessari spurningu væri í fljótu bragði hægt að svara á þann hátt að samkvæmt skilningi raunvísindanna hefur hvorki tekist að sanna né afsanna þá fullyrðingu að líf sé eftir dauðann. Og síðan mætti fjalla um það að engu að síður hafa flestar þjóðir og flest menningarsamfélög einhvers konar hugmyndir um lífið eftir ...
Hverjir fundu upp bækur?
Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Hægt er að lesa meira um bækur í svari við spurningunni Hvað er b...
Er hægt að hafa meðfædda hæfileika?
Já það er alveg öruggt að við höfum öll einhverja meðfædda hæfileika. Sem dæmi má taka hæfileikann til að læra tungumál. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast? kunnum við ekki tungumál þegar við fæðumst. Hins vegar hafa flestir hæfileika til þess að læra að tala ...
Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?
Til þess að finna út úr því hversu lengi ljósið, eða maður á ljóshraða, væri að fara frá sólinni til Plútó þurfum við í fyrsta lagi að vita hversu hratt ljósið fer og í öðru lagi hversu langt er á milli sólarinnar og Plútó. Ljósið fer reyndar mishratt eftir efninu sem það fer um eins og fjallað er um í svari vi...
Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?
Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið. Menn geta vel orðið sólb...
Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?
Það eru aðallega þrjár bjarnategundir (Ursus sp.) sem ráðast á menn og valda þeim tjóni, svartbirnir, skógarbirnir og ísbirnir. Svartbirnir (U. americanus) urðu 52 manneskjum að bana á tímabilinu frá 1900 til 2003. Að jafnaði drápu svartbirnir þess vegna einn mann á tveggja ára fresti. Svipaður fjöldi hefur látið ...
Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann?
Þegar við hlustum á tónlist þá örvast svæði í heilanum sem nefnist hljóðbörkur (e. auditory cortex). Þegar við heyrum bút úr lagi sem við þekkjum getur hljóðbörkurinn fyllt upp í það sem á vantar af laginu. Í rannsókn sem gerð var við Dartmouth College voru lög, sem fólk þekkti vel, spiluð og síðan stöðvuð í 3-...
Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?
Þessi hugtakanotkun á sér langa hefð. Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra. Einstaklingar greiða þannig til dæmis tekjuskatt af launum og tilteknum öðrum tekjum, sem fyrir flesta eru þeirra helstu tekjur. Þó er...
Er "vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymslu skúraútidyralyklakippuhringur" lengsta orð í heimi?
Spurt er hvort vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur sé lengsta orð í heimi. Engin tök eru á að svara því. Víða um heim hafa menn gert sér að leik að setja saman löng orð af sama tagi og það sem hér er nefnt og eru þau oft nefnd tungubrjótar. Mörg slík eru þekkt. Í þýsku er til dæmi...
Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?
“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...
Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?
Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...
Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?
Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...