Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1919 svör fundust
Hvað er Guffi?
Aðrir spyrjendur eru: María J., Guðni Líndal, Hákon Arnarson og Benjamín Sigurgeirsson. Teiknimyndapersónan Guffi er hundur, en ólíkt hundum eins og Plútó er Guffi gerður mannlegur; hann getur bæði talað og gengið uppréttur. Guffi er vinur Mikka músar og er aðstoðarmaður hans í mörgum svaðilförum. Hann er góðhj...
Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?
Já, í ákveðnum skilningi er það vissulega hægt. Heilinn er ekki óbreytanlegur heldur mótast bæði gerð hans og virkni sökum þroska taugakerfisins og einstaklingsreynslu. Að læra af reynslunni felur í raun í sér að breyta því hvernig heilinn virkar, að endurforrita hann ef maður vill taka þannig til orða. Miðaldra k...
Hversu langt er síðan síðasta eldgos var á Íslandi?
Þegar þetta er skrifað í lok september 2006 eru tæp tvö ár liðin frá síðasta eldgosi á Íslandi. Það var eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli sem hófst 1. nóvember 2004. Aðdragandi gossins var alllangur þar sem sívaxandi skjálftavirkni mældist á svæðinu allt frá miðju ári 2003. Jökulhlaup hófst svo 30. október 2...
Hvað er þetta rauða sem er á Rauðavatni í Reykjavík?
Í sumar (2008) hefur yfirborð Rauðavatns verið óvenju áberandi rauðleitt á litinn og vakið forvitni margra. Rauði liturinn stafar af vatnaplöntunni síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) sem vex upp af botni í miklum og þéttum breiðum og þekur vatnið að miklu leyti. Plantan blómstrar á yfirborði rauðleitum smáblóm...
Blanda einhverjar dýrategundir mismunandi fæðutegundum saman í einni og sömu máltíðinni, eins og maðurinn gerir?
Já, það þekkist í dýraríkinu að tegund blandi saman mismunandi fæðuflokkum í einni og sömu máltíðinni. Fyrir utan manninn er vitað til þess að simpansar (Pan troglodytes) gera þetta. Simpansar er sú dýrategund sem er skyldust mönnum. Simpansar veiða oft önnur spendýr, svo sem skógarsvín (Potamochoerus larvatus)...
Hvernig vita fornleifafræðingar hvar þeir eiga að grafa þegar þeir leita að fornleifum?
Það getur verið vandaverk að staðsetja uppgraftarsvæði þannig að svör fáist við þeim spurningum sem lagt er upp með í fornleifarannsókn. Stundum er það tiltölulega einfalt, til dæmis þegar rannsaka á byggingar sem ennþá sést móta fyrir, en þá getur samt verið álitamál hversu langt út fyrir veggi uppgröfturinn er l...
Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?
Machu Picchu er virkisborg í Andesfjöllum er gnæfir yfir Urubambadalnum. Hún er um það bil 80 km fyrir norðan Cuzco sem var hin fornu höfuðborg Inkanna. Machu Picchu liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar í um 2400 metra hæð yfir sjó, um 1000 metrum neðar en Cuzco, og er veðurfar þar mun mildara en í Cuzco. Borgin ...
Hver fann upp kjarnorkusprengjuna?
Þegar menn uppgötvuðu rafeindina og atómkjarnann kringum aldamótin 1900 varð ljóst að atómið var ekki smæsta eining efnis eins og áður hafði verið talið, heldur væri það í raun kljúfanlegt. Í takmörkuðu afstæðiskenningunni (e. theory of special relativity) sem Einstein setti fram árið 1905, fólst meðal annars að ú...
Hvað er Higgs-bóseind og hvers vegna er hún stundum kölluð Guðseindin (God particle)?
Higgs-bóseindin er ein af þeim öreindum sem mynda hið viðtekna líkan öreindafræðinnar (e. the standard model), rétt eins og ljóseindir, rafeindir og kvarkar. Ólíkt rafeindum og kvörkum hefur Higgs-bóseindin þó aldrei sést í tilraunum og því er strangt til tekið ekki víst að hún sé til! Öllum öreindum má s...
Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?
Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar: Algengir stafir, algengustu efst. Nýja testamentiðNjál...
Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?
Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...
Hver var Lao Tse og var hann í raun og veru til?
Samkvæmt kínverskri sagna- og heimspekihefð var Laozi 老子 (aðrar algengar umritanir: Lao Zi, Lao-Tzu, Lao-Tze, Lao Tse, og fleiri) forsprakki skóla daoista (daojia 道家) og höfundur bókarinnar Daodejing (önnur umritun: Tao te ching) 道德經 sem á íslensku hefur verið þýdd ...
Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?
Upprunalega spurningin var: Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins? Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi ...
Hvað merkir það að þreyja þorra og hvaðan er það komið?
Sögnin að þreyja merkir 'þrauka, bíða e-s með eftirvæntingu' og er skyld sögninni að þrá. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi á bilinu 19. til 25. janúar. Þegar þorra lýkur tekur góan við en hún hefst á sunnudegi á bilinu 18. til 24. febrúar. Þetta eru venjulega köldustu og erfiðustu mánuðir ársi...
Hvað er Bangsímon gamall?
Rithöfundurinn A. A. Milne gaf út sína fyrstu sögu um Bangsímon eða "Winnie the Pooh", eins og hann heitir á frummálinu, þann 14. október árið 1926. Ef við miðum við að það sé "fæðingardagur" Bangsímons á hann þess vegna 77 ára afmæli á þessu ári. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Ch...