Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1498 svör fundust
Er hægt að vera með skófíkn?
Hugtakið fíkn (e. addiction) er notað í lýðheilsu- og geðlæknisfræðum yfir áráttuhegðun sem fólk hefur ekki vald yfir. Í þeim skilningi er hæpið að tala um skófíkn sem oftast vísar ekki til alvarlegra ástands en þess að hafa gaman af tísku og fallegum fötum. Hins vegar leika skór stórt hlutverk í neyslumenningu s...
Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?
Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu ti...
Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?
Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ek...
Hver er lengsta skáldsaga í heimi?
Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...
Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?
Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...
Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?
Spurningin í heild var svohljóðandi:Í nýlegu svari um pabba Jesú telur svarandi HMH að "það er honum (Guði) að þakka að þú ert til." Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?Spyrjandi vísar til svars við spurningu frá 10 ára barni og í svari HMH var tekið tillit til aldursins en hann kom því miður ek...
Hvenær fékk Kanada sjálfstæði?
Kanada er annað stærsta land í heimi, aðeins Rússland er stærra. Í samræmi við það er saga landsins flókin, jafnvel þó aðeins sé miðað við þann tiltölulega stutta tíma sem evrópsk áhrif hafa verið ríkjandi, eða frá því að Kólumbus „fann“ Ameríku 1492. Kort af Kanada og nálægum löndum.Smellið til að skoða stærri ú...
Af hverju eru til svona margar dýrategundir?
Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni. Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða k...
Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?
Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....
Hverjir fundu upp bækur?
Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Hægt er að lesa meira um bækur í svari við spurningunni Hvað er b...
Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.
Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eit...
Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau?
Um hvalbök og myndun þeirra skrifar Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni: Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum svæða sem skriðjöklar hafa farið yfir... Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest ...
Er hægt að sjá súrefni?
Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er s...
Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?
Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014...
Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?
Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...