Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4800 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju finnast ekki villtir hérar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var: Finnast hérar á Íslandi, líkt og kanínur og ef ekki, er þá einhver sérstök ástæða fyrir því? Hérar finnast ekki á Íslandi vegna þess að hér hefur þeim ekki verið sleppt á sama hátt og kanínum. Hérar hafa verið fluttir nokkrum sinnum til landsins, meðal annars í þeim tilgangi að s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar finnast blóðsugur eða iglur?

Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Viltu segja mér allt um merði?

Merðir eða marðardýr (Mustelidae) er stærsta ættin innan ættbálks rándýra. Núlifandi marðardýrum er skipt í fimm undirættir; otra (Lutrinae), greifingja (Melinae), hunangsgreifingja (Mellivorinae), merði (Mustelinae) og sléttugreifingja (Taxidiinae). Þessar undirættir skiptast síðan í 24 ættkvíslir og 56 tegundir....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjall í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi er ýmist nefnt Gunnólfsfell, Gunnúlfsfell, eða Gunnungsfell. Getið þið skorið úr um rétt nafn?

Þessi nöfn koma ekki fram í miðaldaritum, en talið er að fjall sem nefnt er Kolssonafjall í Landnámabók geti átt við þetta fjall (Íslenzk fornrit I:120-121). Elstu tiltækar heimildir um nöfnin eru sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags um Setbergssókn, önnur frá 1840 eftir sr. Einar Sæmundsson, hin frá 18...

category-iconStærðfræði

Hver gaf tölunum upprunalega nafn á íslensku? Hvaðan koma nöfnin á þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er það sem gefur tölustöfum nafn á íslensku? Nú geri ég ráð fyrir því að að ekki öllum tölum hafi verið gefið nafn og því væri gaman að geta nefnt sína eigin tölu og fengið það skráð! Elstu heimildir um ritað mál á Íslandi eru frá 12. öld, um 300 árum eftir landnámið. Þæ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er nokkur fastastjarna, sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna svo nálægt okkur að slík sprenging myndi hafa áhrif sólkerfi okkar?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er það satt sem ég var að heyra um sólstjörnuna Betelgás í stjörnumerkinu Óríon að hún spring...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýða litirnir í norska fánanum?

Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað getur þú sagt mér um árið 1918?

Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum. Það væri vel hægt að skrifa mörg svör um það sem gerðist á árinu en hér verður látið nægja að segja í stuttu máli frá nokkrum viðburðum. Sagt er frá atburðunum að mestu leyti í tímaröð, fyrst frá því sem gerðist úti í heimi og svo frá in...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýralíf er í Kasakstan?

Kasakstan er níunda stærsta land heims að flatarmáli, alls 2.724.900 km2. Það nær frá Kaspíahafi í vestri til Kína í austri og frá sléttum vestur Síberíu í norðri að Kirgistan, Úsbekistan og Túrkmenistan í suðri. Kasakstan er landlukt ríki, það er að segja það liggur ekki að sjó (Kaspíahaf er stöðuvatn). Mörg og ó...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?

Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?

Saga pýþagórískra þrennda er mun eldri en saga Pýþagórasar. Á leirtöflu frá Babýlon sem talin er vera frá um 1700 f. Kr. og er nefnd Plimpton 322 hafa fundist skýr merki um áhuga og þekkingu á pýþagórískum þrenndum. Plimpton 322 leirtaflan. Fyrstu línur töflunnar líta þannig út, aðlagaðar að nútímarithætti me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Notuðu Rómverjar brotareikning, og ef svo var, hvernig táknuðu þeir hann með öllum sínum X-um og V-um?Engar heimildir eru um það að Rómverjar hafi sett upp reikningsdæmi með X-um og V-um eða öðrum talnatáknum þess tíma. Reikningar voru í upphafi gerðir í sand eða á plötur se...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvenær voru miðaldir?Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tím...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér sögu Titanic?

Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...

Fleiri niðurstöður