Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2208 svör fundust
Af hverju getum við ekki allt?
Við getum ekki gert allt af þeirri einföldu ástæðu að við erum einungis mannleg. Meðal annars getur líkami okkar ekki ráðið við öll þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur. Þar mætti nefna hluti eins og að fljúga eða að anda í vatni. Einnig á maðurinn erfitt með að hugsa um mjög flókna hluti en segja má a...
Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?
Varpstofn hafarnarins (Haliaeetus albicilla) hér á landi er talinn 69 pör eða 138 fuglar. Sumarið 2012 komust 28 ungar á legg. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að hafernir á Íslandi séu um 250 talsins.Haförninn verður seint kynþroska eða á 5.-6. aldursári. Því má ætla að hér á landi sé nokkur fjöldi ókynþrosk...
Hvernig er hægt að hæla einhverjum upp í hástert?
Að hæla einhverjum upp í hástert merkir að 'hrósa einhverjum afar mikið’. Einnig er talað um að hrósa einhverjum upp í hástert og lofa einhvern upp í hástert í sömu merkingu og er hið síðast nefnda elst í söfnum Orðabókar Háskólans. Dæmi eru um að þrasa við einhvern upp í hástert, rífast við einhvern upp í hástert...
Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?
Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmö...
Hvað eru margir bílar í Reykjavík?
Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendu...
Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?
Froðurannsóknir í bjór eru erfiðar þar sem froðan er síbreytileg. Þéttni froðunnar er mun minni en bjórsins en þó er vitað að froðan hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og bjórinn sjálfur. Hlutfall prótína og humlaefna er þó eitthvað hærra í froðunni því hún er að einhverju leyti vatnsfælin (e. hydrophobic). Vat...
Af hverju renna á mann tvær grímur?
Orðtakið tvær grímur renna á einhvern ‛einhver er á báðum áttum, einhver efast um eitthvað’ þekktist þegar í fornu máli og kemur fram í vísu sem Grettir Ásmundarson á að hafa kveðið. Uppruninn er ekki ljós en Halldór Halldórsson nefnir þrjár skýringar í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök (1954:205-207). Ein...
Er til annar heimur inni í svartholum?
Eins og fjallað hefur verið um áður á Vísindavefnum getum við aldrei fullvissað okkur um það hvort til sé annar heimur eða ekki. Um það má meðal annars lesa í svari við spurningunni: Gæti hugsanlega verið til annar alheimur? Spyrjandi spyr sérstaklega um svarthol og er þá væntanlega að vísa til svonefndra ormag...
Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu?
Í heild hljóðar spurningin svona:Hvaðan kemur nafnið „Síða“ sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu og hver er upphafleg merking þess? Síða er eldfornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu. Nafnið kemur þegar fyrir í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða. Það merkir bókstaflega „hlið...
Hvaðan kemur orðið leyfi?
Öll spurningin hljóðaði svona: LEYFI -- Hvaðan kemur þetta orð? Ég væri þakklát fyrir einhverja upplýsingu - fyrirfram þakkir - Vera Heimann í Hamburg/Þýskalandi. Nafnorðið leyfi er dregið af sögninni leyfa ‘gefa leyfi til, heimila einhverjum eitthvað’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:559) er bent á skyldleik...
Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli? Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðe...
Hvað er að standa á gati?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur líkingin ,að standa á gati’? Samanber að geta ekki svarað spurningu. Orðasambandið standa á gati merkir ‘vera ráðalaus, geta engu svarað’. Einnig er notað vera á gati í sömu merkingu. Reka einhvern á gat er að spyrja einhvern um eitthvað sem hann getur ekki svarað...
Hver er tengingin við þræla hjá þeim sem er þrælduglegur eða þrælmyndarlegur?
Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn um sama efni: Af hverju hafa orð eins og þrælmyndarleg, þrælgott, þrælskemmtilegt á sér jákvæðan blæ þótt forskeytið þýði ófrjáls? Hvaðan kemur orðið þrælmyndarleg, þrælskemmtilegt? Hver er uppruni orðsins þrælgott? Hvaðan kemur notkun orðsins þræll í orðum eins og "þræl...
Er það rétt að orðin mæðgur, mæðgin og feðgar, feðgin, séu aðeins til í íslensku?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Eftir töluverða leit og samtöl við fólk frá hinum ýmsu löndum, bæði nær og fjær sýnist mér ekkert tungumál hafa orðin mæðgur, mæðgin, feðgar, feðgin. Það er hægt að finna feðgar í gömlum sænskum texta og á rúnasteinum. Veistu eitthvað um þessi orð? Talsvert er til í því en...
Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir. Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um fo...