Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1405 svör fundust
Er hægt að verða geðveikur með því að lesa yfir sig?
Flestir kannast við goðsögnina um að einhver hafi hreinlega lesið yfir sig og þjáist í kjölfarið af alvarlegum geðröskunum. Það er þó misskilningur að orsök geðveilunnar sé lærdómurinn sjálfur. Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðröskunin og sú sem einna helst krefst innlagna á ge...
Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?
Þessari spurningu verður best svarað í verki, það er að segja með því að útskýra í stuttu máli nokkra helstu þættina í heimspeki þýska hugsuðarins Martins Heideggers (1889–1976), en í öðru svari er fjallað nánar um hvað felist í orðinu mannamál. Í skrifum sínum og hugsun reyndi Heidegger einmitt að streitast ge...
Hvernig eru kol til að teikna með búin til?
Kol eru rík af frumefninu kolefni og eru fyrirtakseldsneyti þar sem þau brenna vanalega vel. Hefðbundin kol kallast einnig steinkol eða náttúruleg kol þar sem þau myndast í náttúrunni úr jurtaleifum við súrefnissnauðar aðstæður, til dæmis í mýrum og fenjum. Ummyndun jurtaleifanna í kol tekur milljónir ára og þarfn...
Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi?
Elst er án efa spýtubrot úr ýviði, sem fannst í byrjun árs 2010 við fornleifarannsóknir á Alþingisreitnum, í viðarsýnum úr IV. og elsta fasanum, sem er frá tímabilinu 871–1226 á svæði C. Spýtan fannst neðarlega í mýrarefju þar sem mikið var af náttúrulegum og unnum viði. Undir þessum sýnum í mýrarefjunni voru ekki...
Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?
Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...
Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?
Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...
Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2013 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?
Þriðjudaginn 8. október 2013 tilkynnti Nóbelsstofnunin að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir 2013 hefðu verið veitt þeim François Englert (frb. frangsúa angleer) prófessor emeritus við Frjálsa háskólann í Brussel (f. 1932) og Peter W. Higgs prófessor emeritus við Háskólann í Edinborg (f. 1929). Verðlaunin eru vei...
Hver fann upp á lyftum?
Elsta þekkta heimild um einhvers konar lyftur er rit rómverska húsameistarans Vitrúvíusar, frá 1. öld f.Kr. Vitrúvíus skrifaði tíu binda verk um byggingarlist sem kallast De architectura. Í öðrum kafla 10. bókar segir frá búnaði sem hægt er að nota til að lyfta, hífa og draga hluti. Í bókinni segir að búnaður af þ...
Hvers konar borgir og byggingar byggðu Mayarnir og voru þær skreyttar á einhvern hátt?
Mayarnir lifðu í borgríkjum sem voru þrautskipulögð. Í miðjunni voru trúarmiðstöðvar, gjarnan píramídar með hofum á toppi, stór torg með minningarsúlum (e. stele) og þá hallir ráðastéttarinnar, allt byggt af steini. Fjær miðjunni komu síðan aðrar byggingar af steini, stjörnuskoðunarturnar, boltaleikvangar og þá hí...
Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?
Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast rétti...
Hvað gerir spurningu heimspekilega?
Þessari spurningu er afar erfitt að svara. Sennilega er best að segja að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við stundum heimspeki til þess að svara henni. Ein og sama spurningin getur jafnvel verið heimspekileg eða ekki eftir því í hvaða tilgangi hún er borin upp. Hvers konar spurning er til dæmis s...
Verður maður brúnn af því að sitja við varðeld?
Þegar útfjólublátt ljós fellur á húðina örvar það myndun litarefnisins melaníns í litfrumum og við verðum brún. Viðbrögð húðarinnar við útfjólubláum geislum eru háð afli geislanna en óháð uppsprettu þeirra. Húðin verður þess vegna fyrir sömu áhrifum hvort sem útfjólubláu geislarnir koma frá sólinni eða einhverju h...
Hvað er gersveppur?
Gersveppir eru einfrumungar sem sjást ekki með berum augum og eru oftast hring- eða egglaga. Eiginlegir gersveppir tilheyra svonefndum gerabálki (Saccharomycetales). Helsta einkenni ættbálksins er að sveppirnir æxlast kynlaust með einfaldri skiptingu eða knappskoti, eins og sést hér á myndinni til hliðar. Á ákv...
Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?
Sjávarfallavirkjanir eru einkum tvenns konar; virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Spaðarnir eru þó miklu styttri þar sem þéttleiki sjávar er margfalt meiri en lof...
Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum?
Líkt og á Íslandi eru fuglar mest áberandi flokkur hryggdýra í Færeyjum. Ekkert villt landspendýr lifir í Færeyjum nema þau sem hafa borist með mönnum. Spendýr Þrjár tegundir spendýra virðast þrífast ágætlega villtar í dag. Þetta eru brúnrotta (Rattus norvegicus), héri (Lepus timidus) og húsamús (Mus musculu...