Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?
Spyrjandi á varla við það að við fáum svörin á þessum vísindavef, því að upphaflega voru hér engin svör! Líklega er átt við það að við fáum svörin á Veraldarvefnum og það er rétt í sumum tilvikum. Stundum veit höfundur svars strax hvert svarið við spurningunni er og þarf ekki annað en að skrifa það niður og slí...
Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?
Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?" Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við...
Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?
Kambeðlur (Stegosaurus) voru uppi á síðari hluta Júratímabilsins, fyrir 144-156 miljónum ára. Þær voru stórar, rúmir 6 metrar á lengd og um 6-8 tonn að þyngd. Beinagrindur benda til þess að skrokkur kambeðlunnar hafi verið á stærð við indverskan fíl. Helstu einkenni kambeðlurnar voru annars vegar stórir kamb...
Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?
Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orða...
Hvers vegna svitnar maður?
Sviti er leið líkamans til þess að kæla sig. Sviti er vökvi sem myndast í svitakirtlum í húð okkar. Hann er að mestu leyti vatn en einnig eru uppleyst í honum ýmis sölt og mismikið af úrgangsefnum. Meginhlutverk svita er að taka þátt í stjórnun líkamshita, en einnig á hann þátt í þveiti líkamans, það er að segj...
Úr því að lögð eru gjöld á tóma geisladiska vegna afritunar, er þá löglegt að fá lánaða tónlistardiska og afrita þá?
Það er löglegt að afrita tónlistardiska til eigin nota, en ef menn ætla að lánaða diska til afritunar flokkast það undir lögbrot. Orðrétt segir í 11. grein höfundalaga:Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu. Enginn má þó gera eða láta gera fleiri en þrjú slík eintök til notkunar í atvinn...
Getur HIV-veiran borist með flugum?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Fyrst Vestur-Nílarveiran getur borist með moskítóflugum, hvað kemur þá í veg fyrir að HIV-veiran geti borist með sama hætti?Þekktar smitleiðir fyrir alnæmi eru kynmök, samnýting sprautunála meðal fíkniefnaneytenda og blóðgjafir eða gjöf afurða úr blóði (mjög sjaldgæft)....
Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við?
Græneðlur (Iguanidae) eru vinsæl gæludýr víða um heim. Sú tegund ættarinnar sem nýtur mestra vinsælda meðal gæludýraeigenda á Vesturlöndum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum er græna iguana eða græneðla (Iguana iguana) eins og hún er oftast kölluð. Samkvæmt upplýsingum frá dýralæknum og ræktendum græneðla er r...
Hvaðan er nafnið á Sprengisandi komið?
Örnefnið Sprengisandur er að minnsta kosti þekkt frá 1476 (elsta handrit frá 1820-30), úr dómi um Holtamanna- og Landmannaafrétt, þar sem segir: “millum Túnár og Spreingisands” (Ísl. fornbréfasafn VI:81). Sandurinn er vafalaust kenndur við örnefnið Sprengir sem var líklega slétt sandsvæði, vestur af sunnanverðu Fj...
Geta Rússi og Búlgari skilið tungumál hvor annars? En Pólverji og Hvítrússi?
Rússneska, búlgarska, pólska og hvítrússneska teljast allar til slavneskra mála. Búlgarska er suðurslavneskt mál, pólska er vesturslavneskt mál en rússneska og hvítrússneska eru austurslavnesk mál. Hver málaætt hefur þróast á sinn hátt og orðið fyrir utanaðkomandi áhrifum. Skyldust eru rússneska og hvítrússnes...
Hvernig elda ég grátt silfur?
Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara." Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu...
Verður maður feitur ef maður borðar ekki morgunmat?
Morgunmatur er oft kallaður mikilvægasta máltíð dagsins. Í bæklingi frá Lýðheilsustöð Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri segir meðal annars: Fæði þeirra, sem borða morgunmat, er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Morgunmatu...
Voru loðfílar einhvern tíma á Íslandi?
Eftir því sem best er vitað lifðu loðfílar (fílategundir af ættkvíslinni Mammuthus) ekki á Íslandi. Ástæðan er einföld, heimkynni þeirra voru bundin við túndrusvæði Evrasíu og Norður-Ameríku sem voru í skjóli af ísaldarjöklunum. Afar ólíklegt er að þeir hafi farið yfir lagnaðarísinn á Norður-Atlantshafi, þegar han...
Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi?
Til að verða löggiltur endurskoðandi þarf að uppfylla ýmis skilyrði sem eru tilgreind í nýsamþykktum lögum um endurskoðendur. Meðal annars þarf að ljúka sérstöku prófi, hafa viðeigandi starfsreynslu og hafa lokið meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun. Það er nýmæli að meistaranám þurfi, samkvæmt fyrri lögum...
Af hverju lifa fiskar í vatni?
Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...