Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1927 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?
Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur. Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psoc...
Hvað er granít og hvernig myndast það?
Granít er grófkristallað, kísilríkt (SiO2 = 70%) djúpberg með steindasamsetningu nálægt 25% kvars, 40% alkalífeldspat, 26% plagíóklas og 5-6% bíótít og/eða amfiból. Granít er helsta bergtegund meginlandsskorpunnar. Lengi voru uppi deilur meðal bergfræðinga um uppruna þess og tókust þar á tvær meginkenningar; a...
Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?
Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...
Hvernig tala menn undir rós?
Orðasambandið að segja eitthvað eða tala undir rós merkir að ‛víkja að einhverju óbeinum orðum, gefa eitthvað í skyn’ og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans annars vegar úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld (AM 433 fol.) og hins vegar úr þýðingu hans á Nikulási Klím eftir Ludvig...
Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?
Orðið núna í spurningunni gerir það að verkum að svarið er síbreytilegt. Sá fjöldi sem býr á Íslandi þegar þetta svar er skrifað, í júlí árið 2013, verður eflaust ekki sá sami og þegar svarið er lesið árið 2015 eða 2018. Í stað þess að gefa hér upp ákveðna tölu um fjölda þeirra sem búa á Íslandi, tölu sem verður ú...
Hvernig myndast jarðskjálftar?
Jarðskjálfti verður þegar mikil spenna myndast í bergi og nær brotmörkum þess. Það er oftast nátengt flekahreyfingum jarðskorpunnar, þar sem þeir nuggast saman eða troðast hver undir annan. Þegar bergið brotnar, losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgjuhreyfingar. Bylgjurnar fara um alla jörðina, ví...
Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...
Af hverju nota Íslendingar heitið Hróarskelda um Roskilde?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Af hverju kalla Íslendingar Roskilde Festival Hróarskeldu Festival? Í ýmsum íslenskum fornritum er nefndur bærinn Hróiskelda þar sem átt er við Roskilde á Skáni. Nefna má vísu í Noregskonungatali í Fagurskinnu og í Morkinskinnu og Hróiskeldu í Hákonar sögu. Í Knýtlinga sögu, e...
Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?
Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati ei...
Af hverju sofum við?
Ýmislegt bendir til þess að við sofum frekar til þess að hvíla hugann heldur en líkamann. Heiða María Sigurðardóttir fjallar um tilgang svefns í svari við spurningunni Hvers vegna sofum við? Þar segir meðal annars: Rannsóknir á mönnum hafa samt leitt í ljós að fólk sem ekki fær að sofa verður slappt og sljótt og...
Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?
Þegar maður skoðar ljósmyndir af geimförunum sem lentu á tunglinu rekst maður fljótt á undarlega staðreynd: Þrátt fyrir að geimurinn sé fullur af stjörnum þá sést engin þeirra á neinni myndanna. Þetta fyrirbæri hefur lengi vakið athygli og sumir aðilar hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að þetta sanni...
Hvaða efni teljast vera eitur?
Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning...
Geta hundar orðið þunglyndir?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er eitthvað líffræðilegt hjá hundum sem gerir það að verkum að þeir verði ekki þunglyndir? Í mjög einföldu máli má skilgreina þunglyndi sem ójafnvægi í boðefnabúskap í heila svo sem í seretóníni eða öðrum taugaboðefnum. Slíkt hendir ekki bara okkur mennina heldur ei...
Hvað eru kúlulán?
Kúlulán (e. bullet loan eða balloon loan) eru ein tegund lána. Þau hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans. Stundum eru vextir greiddir reglulega á lánstímanum en einnig þekkjast kúlulán þar sem vöxtunum er bætt við höfuðstólinn og allt greitt í einu í lok lánstímans. Hu...
Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist? Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu...