Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 957 svör fundust
Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...
Getið þið sagt mér allt um gaupur?
Innan ættkvíslar gaupna Lynx eru fjórar tegundir: gaupa eða evrasíugaupa (Lynx lynx), rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Gaupur eru meðalstór kattardýr sem vega venjulega á milli 5-30 kg. Evrasíugaupan er að jafnaði stærst og vegur venjulega að minnsta kosti 18...
Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?
Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...
Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?
Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...
Snemma í sögu jarðar var geislavirkni í jarðskorpunni talsverð. Hefur verið metið hvaða áhrif slík náttúruleg geislun hafði á stökkbreytingar og þróun lífvera?
Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið metið og ég er ekki viss um að það sé hægt. Þekking manna á þróun lífsins snemma í sögu jarðarinnar er að mörgu leyti gloppótt, en merki um þróunarbreytingar í sögu lífsins má einkum greina á tvo vegu, með athugun á steingervingum og með samanburði á núlifandi tegundum, ...
Hvað getur þú sagt mér um Kerlingarfjöll?
Kerlingarfjöll hafa flest einkenni fullþroska megineldstöðvar, fjölbreytilegar gosmyndanir, reisulega ríólítgúla, öskjubrot og háhitasvæði. Þau eru vel afmörkuð landfræðilega, tignarlegur og litríkur fjallaklasi sem rís upp yfir hálendið við suðvesturhorn Hofsjökuls, milli Kjalar og Þjórsárvera. Ekki er vitað um n...
Hver var Heinrich Schliemann og hvert var hans framlag til fornfræða?
Heinrich Schliemann (1822-1890). Heinrich Schliemann var þýskur áhugamaður um fornfræði, einkum Hómer, sem gerðist eftir farsælan frama í viðskiptum áhugafornleifafræðingur. Schliemann fæddist í Þýskalandi árið 1822. Sjálfur sagði hann að þegar hann hafi verið sjö ára hafi faðir hans gefið honum bók með kviðum...
Eru þekkt dæmi um að álfar eða huldufólk hafi stoppað vegagerð?
Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Um þetta er fjallað almennt í svari sama höfundar við spurningunni Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? en hér lýst fjórum atburðum sem ge...
Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?
Bjór, eða bifur eins og hann er stundum kallaður, er nagdýr (rodentia) af bjóraætt (Castoridae). Til bjóra (Castor spp.) teljast tvær tegundir, evrasíski bjórinn (C. fiber) og kanadíski bjórinn eða norður-ameríski bjórinn (C. canadiensis). Þeir sem lesið hafa gamlar amerískar landnemabækur kannast kannski við...
Hvers virði er mannslíf?
Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum? Á...
Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?
Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims. Mannfræðingar hafa komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall. Hráefni og innihaldsefni í tyggjói eru breytileg eftir tíma og stað. Klumpar af trjákvoðu voru algengasta tegundin ...
Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?
Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...
Hvað er daoismi?
Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...
Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2] Merki Bræðralags múslíma. Al-Banna fæddist ár...