Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju búum við ekki á tunglinu?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við búum á jörðinni en ekki tunglinu. Í fyrsta lagi þróaðist lífið á jörðinni en ekki tunglinu. Lífið eins og við þekkjum það þarfnast vatns og á tunglinu er ekkert vatn. Lífið hefði þess vegna ekki getað kviknað á tunglinu. Þó að menn geti ferðast til tunglsins væri erfitt fyrir...

category-iconMannfræði

Hverjar eru frumþarfir Homo sapiens? Er hugsanlegt að þær breytist við þróun?

Með frumþörfum á ég við þær líkamlegu þarfir sem eru forsendur fyrir tilveru einstaklingsins. Þær eru hinar sömu fyrir allar lífverur. Frumþörf hverrar lífveru er að nærast, það er að taka til sín fæðu sem viðheldur lífi hennar. Einnig virðist það vera frumþörf allra dýrategunda að viðhalda tegundinni. Kynlíf ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?

Fyrsta fullorðinstönnin kemur við 6 ára aldurinn. Langoftast er það svokallaður sex ára jaxl sem kemur fyrir aftan barnatennurnar. Hvorki sex ára jaxlinn né jaxlarnir þar fyrir aftan koma í staðinn fyrir barnatennur. Hins vegar myndast framtennur, augntennur og framjaxlar undir rótum eða á milli róta barnatann...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?

Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims. Mannfræðingar hafa komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall. Hráefni og innihaldsefni í tyggjói eru breytileg eftir tíma og stað. Klumpar af trjákvoðu voru algengasta tegundin ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?

Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er best að svæfa börn?

Aðferðir til að svæfa börn geta verið bæði menningarbundnar og persónubundnar. Val á aðferð fer mikið eftir viðhorfum foreldra en einnig eftir aldri og persónugerð barnsins. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi nokkra þætti sem skipta máli þegar börn eru lögð til svefns. Börn fæðast með þann hæfileika að ge...

category-iconLæknisfræði

Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...

category-iconStærðfræði

Hvað er Fibonacci-talnaruna?

Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...

category-iconHugvísindi

Eru lík smurð á Íslandi?

Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nas...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?

Nær allar konur finna einhvern tímann á ævinni fyrir verkjum í tengslum við blæðingar, svokölluðum tíðaverkjum eða tíðaþrautum (e. dysmenorrhea, menstrual cramps). Um eða yfir helmingur kvenna finnur reglulega fyrir tíðaverkjum og um 10-15% kvenna finna fyrir mjög slæmum verkjum, jafnvel þannig að það raskar dag...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig elta menn vísitölu?

Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?

Kæruleysislyf er samheiti yfir nokkur lyf sem hafa róandi og slævandi áhrif og vinna gegn streitu. Þau eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður. Kostur þessara lyfja er að sjúklingur heldur meðvitund og getur fylgt fyrirmælum, svo sem að færa sig úr stað eða rétta út útlim, en þau valda einnig ...

category-iconVísindavefur

Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?

Sumarstarfsmaður Vísindavefsins var mjög áfjáður í að komast til botns í þessu máli, svo áfjáður, að hann svaf lítið nóttina eftir að umhugsunin hófst. Fyrsta vandamálið var vissulega að velja vin við hæfi, ekki voru allir tilbúnir að vera diffraðir. Sem betur fer fyrir vísindaheiminn þekkjast einstaklingar sem ha...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?

Það eru kynhormón sem valda breytingum á líkama konunnar á meðgöngu og undirbúa hann fyrir fæðingu og mjólkurmyndun að fæðingu lokinni. Mjólkurmyndandi einingar brjóstanna, svokallaðar kirtilblöðrur (e. alveoli) stækka fyrir áhrif meðgönguhormónsins prógesteróns. Kirtilblöðrurnar líkjast vínberjaklösum, þar sem...

Fleiri niðurstöður