Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5206 svör fundust
Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig virka þau?Af hverju eru loftslagsbreytingar nefndar gróðurhúsaáhrif ef þær eru ekki af völdum gróðurhúsa? Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda ...
Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?
Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Ba...
Hvað gerði Kobbi kviðrista (Jack the Ripper)?
Kobbi kviðrista, eða Jack the Ripper, er einn þekktasti raðmorðingi allra tíma. Frá 7. ágúst til 10. nóvember árið 1888 myrti Kobbi að minnsta kosti fimm manns, allt vændiskonur. Raunar er nafn hans aðeins uppspuni. Enginn veit hvað hann hét í raun, því morðmálið var aldrei upplýst. Kobbi kviðrista framdi öll...
Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?
Málmleysingjar eru frumefni sem teljast ekki til málma. Þeir geta hvorki leitt rafmagn né hita mjög vel og eru mjög brothættir ólíkt málmunum. Meðal málmleysingja eru eðalgastegundir, halógenar, vetni, súrefni, kolefni og kísill. Við stofuhita eru allir málmleysingjarnir annað hvort í gasham eða storkuham, fyrir u...
Hvenær gaus Etna síðast?
Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...
Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður?
Taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi, sem er heili og mæna, og úttaugakerfi sem eru taugarnar sjálfar. Úttaugakerfið skiptist síðan í viljastýrða taugakerfið sem stjórnar beinagrindarvöðvum og sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar hjartavöðvanum, sléttum vöðvum og kirtlum. Sjálfvirka taugakerfið skiptist enn fr...
Hvað getið þið sagt mér um Chibcha, frumbyggja Kólumbíu?
Chibcha-fólkið er einn af frumbyggjahópum Kólumbíu í Suður-Ameríku. Í sumum heimildum gengur fólkið undir nöfnunum Muisca eða Mosca en hér verður heitið Chibcha notað og þá umritað sem Síbsjar. Á máli Síbsjar-búa þýðir síbsjar 'höfðingi samfélagsins'. Fyrir tíma landvinninga Spánverja í Suður- og Mið Ameríku bj...
Lifa einhverjar eitraðar dýrategundir á Íslandi?
Það er einfalt að svara þessari spurningu og svarið er já! Fjölmargar dýrategundir á Íslandi hafa í sér eitur einkum dýr úr hópi skordýra og köngulóa sem nota oft eitur til að lama bráð sína. Víða í skordýraheiminum er að finna ýmis efnasambönd sem hafa lamandi eða eyðileggjandi áhrif á líkamsvefi þess sem er stun...
Hvaða efni eru í "silfrinu" sem notað er við tannviðgerðir?
Amalgam eða silfurfyllingar eru notaðar til að endurbyggja skemmdar eða brotnar tennur. Þetta fyllingarefni hefur verið notað í árhundruð í billjónir tanna. Talið er að fyrsta fyllingin hafi verið sett í tönn árið 1826 í Frakklandi. Undanfarna áratugi hefur orðið ör þróun á tannlituðum fyllingum og eru þær annað h...
Hvernig urðu kettir til?
Kettir urðu til við árþúsunda þróun rétt eins og aðrar lífverur. Talið er að fyrir um 50 milljónum ára hafið rándýrum fjölgað mjög mikið og orðið aðskilnaður sem meðal annars leiddi til þess að hundar og kettir þróuðust seinna. Þá skiptust rándýr í Miacea sem seinna þróaðist í Caniformia eða hundleg dýr, og hins ...
Hver var Eratosþenes?
Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...
Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf?
Við lestur valinna bóka á sviði kynheilbrigðismála sem komu út hér á landi á tímabilinu 1943 og fram til ársins 1948 má greina breytingar á notkun á því yfirhugtaki sem meðal annars nær yfir kynvitund og kynhegðun mannsins, það er hugtakið kynlíf. Farið er að nota hugtakið kynlíf um miðja síðustu öld. Í bókinn...
Eru gerlar í öllum mjólkurafurðum og af hverju?
Gerlar finnast í velflestum mjólkurafurðum. Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Við gerilsneyðingu eyðist stór hluti gerlaflóru mjólkurinnar, en þó lifa alltaf einhverjir gerlar af gerilsneyðingu. Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum ...
Eiga plöntur forfeður?
Sterkar líkur eru taldar fyrir því að líf hafi kviknað hér á jörðu fyrir um 3500 milljónum ára. Jafnvel er talið að lífið hafi kviknað nokkur hundruð milljón árum fyrr eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? Það leið hins vegar langur tími ...
Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar?
Í grískri goðafræði voru Amasónur þjóðflokkur kvenna. Þær voru mjög færar í bardaga og börðust aðallega með sverðum, bogum og spjótum. Gríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (490 f.Kr. - 425 f.Kr.) sem skrifaði meðal annars um Persastríðin staðsetti landsvæði þeirra við landamæri Skýþíu í Sarmatíu þar se...