Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9684 svör fundust
Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?
Íslenska nafnið á ættkvíslinni Corythosaurus er andarkemba, en einnig kúfeðla. Latneska heitið má hins vegar þýða sem hjálmeðla. Fyrst var talið að allt að sjö tegundir tilheyrðu ættkvíslinni en rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að líklega var tegundin aðeins ein, Corythosaurus casuarius. Andarkemba (Corythos...
Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag. MGM Grand ...
Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?
Vísindavefnum hafa borist margar fyrirspurnir um Demókrítos og hér verður því reynt að svara einnig eftirfarandi spurningum: Hver er hluti Demókrítosar í sögu eðlisfræðinnar? (Valgerður Kristmannsdóttir, f. 1988) Mig vantar eitthvað um Demókrítos og ekki væri verra að fá mynd. (Valgerður Jóhannesdóttir, f. 19...
Hvers vegna er þjóðkirkja enn við lýði á Íslandi?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi? kemur fram að um miðja 19. öld hafi gild rök staðið til að hér kæmist á þjóðkirkja. Í því fólst þrátt fyrir allt trúarpólitísk tilslökun sem meðal annars kom fram í aukinni aðgreiningu milli ríkis og kirkju. Síðan þá hafa miklar brey...
Hvað er á milli himins og jarðar?
Svarið við þessari sígildu gátu er auðvitað „og“. Sver hún sig þar í ætt við svipaðar gátur sem hafa skemmt fólki í gegnum árin. En eins og svo margar gátur sem eitthvað er spunnið í þá býður hún einnig upp á áhugaverðar heimspekilegar vangaveltur. Raunar má segja að heimspeki sé ekkert annað en leit að svörum við...
Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?
Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...
Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað veldur því að aðeins eru 28 dagar í 1 mánuði, 30 dagar í 4 mánuðum og 31 dagur í 7 mánuðum en ekki 31 dagur í 5 mánuðum og 30 dagar í 7? Misjöfn lengd almanaksmánaðanna á sér sögulegar rætur. Núgildandi regla er sú sem Júlíus Cæsar valdi þegar hann kom skipan á tímatal ...
Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?
Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómet...
Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?
Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...
Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?
Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til að hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Anton...
Hver var fyrsta konan sem var viðurkenndur heimspekingur? Hverjar eru þær helstu?
Í spurningunni felst að konur hafi ekki verið viðurkenndar sem heimspekingar en það er álitamál. Konur voru til að mynda meðal nemenda Platons í Akademíunni (sjá Hver var Platon? eftir Geir Þ. Þórarinsson). Sumar konur voru viðurkenndar sem heimspekingar á sínum tíma, en hurfu síðar úr sögunni. Þetta hefur stundum...
Hver var María Gaetana Agnesi og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
María Gaetana Agnesi fæddist í Mílanó þann 16. maí árið 1718, dóttir auðugra hjóna af menntamannastétt. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði við háskólann í Bólogna. Á uppvaxtarárum Maríu stóð konum í Evrópu yfirleitt ekki menntun til boða, en á Ítalíu gegndi þó öðru máli. Þar í landi dáðu menn gáfaðar konur o...
Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?
Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...
Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...
Hver var James Dewey Watson og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?
James Dewey Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Árið 1947 brautskráðist hann frá Chicago-háskóla með B.Sc.-próf í dýrafræði. Á þessum árum var hann áhugasamur fuglaskoðari. Hann var síðan í doktorsnámi við Indiana-háskólann í Bloomington undir leiðsögn Salvadors E. Luria (1912-1991) sem hlaut Nó...