Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2263 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Er eggjarauða fitandi?

Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna. Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið niðursetningur og hvað merkir það?

Orðið niðursetningur var notað um þá sem hreppsyfirvöld tóku af heimilum sínum og komu fyrir til dvalar hjá öðrum fyrir greiðslu. Bæði var um börn fátækra foreldra að ræða og eldra fólk sem ekki hafði fulla starfsorku. Aðbúnaður þessa fólks var oft slæmur eins og lesa má til dæmis í blaðinu Fjallkonunni frá 1903 (...

category-iconFélagsvísindi

Stjórnar græðgi hlutabréfaverði?

Ef hugtakið græðgi er skilið sem viljinn til að græða þá er svarið einfaldlega já. Flest hlutabréfakaup eru gerð í þeirri von að fjárfestingin skili arði. Ef almennt er talið að hlutabréf ákveðins félags muni skila miklu, annaðhvort vegna hárra arðgreiðslna eða vegna hækkunar á verði í framtíðinni, þá verða þau br...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?

Til eru fjölmargar tegundir af marglyttum, sennilega um 200. Sumar tegundir geta orðið allt að 2 metrar í þvermál. Brennihvelja (Cyanea capillata) er ein stærsta marglyttutegund heims, getur orðið allt að 2 metrar í þvermál. Þessi tegund finnst við Ísland en ekki svona stórir einstaklingar. Ástæðan fyrir þv...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru ópíöt?

Ópíöt eru lyf sem eru annaðhvort unnin úr ópíumi eða hafa svipaða efnafræðilega byggingu og virkni og slík lyf. Meðal ópíata teljast meðal annars morfín, heróín, kódín, metadón og petidín. Þau hafa áhrif á heila og miðtaugakerfi, til dæmis hafa þau öflug verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfi...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er kóbraslanga?

Kóbraslanga er samheiti yfir slöngur sem hafa þannig beinabyggingu að hálssvæðið getur flast út og myndað nokkurs konar hringlaga form. Þær búa í heitustu hlutum Afríku, Ástralíu og Asíu og eru sérstakt eftirlæti slöngutemjara vegna þess hversu hættulegar þær eru; það gerir atriðið spennandi. Allar kóbraslöngur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?

Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um fólk sem langoftast eru styttri en eiginnafnið. Fyrir kemur þó að gælunafnið er lengra en eiginnafnið, til dæmis Jónsi, Jóndi og Nonni í stað Jón. Gælunöfnum bregður fyrir í gömlum heimildum öðru hverju. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, sem talin er samin á 1...

category-iconMannfræði

Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?

Svínið og grísinn hafa haft sérstöðu í mörgum samfélögum síðan dýrið var tamið. Sérstaklega var grísinn í uppáhaldi fyrr á öldum meðal fátækra bænda í Evrópu. Þeir töldu grísinn góða fjárfestingu því að hann vex hratt og gefur af sér mikið kjöt. Lítinn grís var hægt að ala án mikils tilkostnaðar á afgöngum sem urð...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?

Það vill oft vefjast fyrir ýmsum hvernig fara skuli með málfræðilegt kyn og raunkyn. Með málfræðilegu kyni er átt við það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raunkyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, er aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til. Orðið naut er hvorugkyns í málvitundinni...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?

Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju eru sumir rauðhærðir? Hvers vegna er hárið mitt ljóst? Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þ...

category-iconUnga fólkið svarar

Er hægt að taka greindarpróf á netinu og ef svo er á hvaða síðum?

Í venjulegum greindarprófum fær fólk spurningar sem það svarar með því að krossa við þann svarmöguleika sem það telur réttastan. Þegar búið er að svara öllum spurningum í prófinu er greindarvísitala reiknuð út. Flestir fá eitthvað í kringum 80-120, en 100 er meðalgreind. Meira um þetta er hægt að lesa í svari Heið...

category-iconLögfræði

Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?

Í 3. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, er tiltekið hverja megi ættleiða:Lög þessi taka til ættleiðinga barna innan 18 ára aldurs. Sama er um ættleiðingar þeirra sem eldri eru, nema annars sé getið og eftir því sem við á. Með orðinu barn samkvæmt lögum þessum er átt við barn eða ungmenni allt til 18 ára aldurs...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?

Það er ekki alls kostar rétt hjá spyrjanda að pylsur séu alltaf tíu saman í pakka því einnig er hægt að fá minni pakka sem innihalda aðeins fimm pylsur, alla vega frá sumum framleiðendum. Þar sem flestir borða saman eina pylsu og eitt pylsubrauð er því rökrétt að selja fimm brauð saman, en einn pakki af brauðum du...

category-iconMálvísindi: íslensk

Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess?

Orðasambandið 'Guð launar/borgar fyrir hrafninn' er sagt um eða við þann sem gerir öðrum greiða, gerir eitthvað fyrir einhvern. Hrafnar hafa þann sið að halda þing á haustin, svokallað hrafnaþing, og skipta sér niður á bæi yfir veturinn, tveir og tveir saman. Þeir leita á náðir manna þegar hart er í ári og snj...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða fjórum löndum búa Samar?

Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...

Fleiri niðurstöður