Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig á að breyta einingunni ml/l um magn óbundins súrefnis í sjó í míkrómól á kg?
Spyrjandi setti spurningu sína fram sem hér segir:Hvernig breytir maður einingunni ml/l í míkrómól á kg fyrir súrefnishlutfall í sjó, t.d. 8,223 ml/l miðað við hitastig 7,81°C og seltu 30,284 á 0 m dýpi?Það er því miður ekki á verksviði Vísindavefsins almennt að svara svona spurningum sem flokkast undir tæknilega ...
Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?
Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...
Hvernig var lífið hjá Þorsteini Egilssyni?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi hafi áhuga á að vita eitthvað um lífið hjá Þorsteini Egilssyni Skalla-Grímssonar sem er sögupersóna í Egils sögu og Gunnlaugs sögu Ormstungu og um það fjöllum við aðeins hér neðst í svarinu. Að vísu gæti hann verið að spyrja um aðra Þorsteina Egilssyni, en um líf þeirra er líti...
Verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol?
Svarið er að við höfum ekki trú á þessu af ýmsum ástæðum. Svarthol eru ekki þægilegir nágrannar og athuganda sýnist ekki að hlutir falli nokkurn tímann inn fyrir sjónhvörfin. Við mundum því geta skynjað rafsegulgeislun frá ruslinu til eilífðarnóns eða jafnlengi og svartholið varir! Þyngdarkraftar frá svartholinu y...
Hvar er mamma?
Þessi spurning barst okkur 2. mars 2002. Spurningunni fylgdu meðal annars þær upplýsingar að spyrjandi sé fæddur árið 2001. Ef það er rétt og við fengjum upplýsingar um fæðingardag gætum við gefið eitt einfalt svar við spurningunni. En ef þetta er innsláttarvilla þyrftum við í öllu falli að fá að vita rétt fæðinga...
Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?
Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis...
Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim?
Nei, vinir okkar heyra ekki í útvarpsbylgjum sem við sendum þeim - nema þeir séu með útvarp við höndina. Við getum ekki skynjað útvarpsbylgjur með skynfærunum á sama hátt og við skynjum hljóð. Einu rafsegulbylgjurnar sem skynfæri okkar nema eru ljósið. Það spannar aðeins örmjótt bil á tíðnikvarða rafsegulbylgna...
Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?
Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á mil...
Hver er ég?
Við þessari spurningu er til einfalt svar: Þú ert þú. En þó svo að svarið sé vissulega rétt og enginn geti með góðu móti efast um sannleiksgildi þess, þá er ekki þar með sagt að það sé fullnægjandi. Við erum nefnilega litlu nær. Svipuðu máli gegnir um spurninguna: Hvað er til? Henni má svara: Allt er til. Þett...
Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?
Nei, það gerir maður ekki. Í mat eru alls kyns efni sem við nýtum á mismunandi hátt án þess að þau auki endilega við líkamsþyngd okkar. Í öllum mat er vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það er sogað upp úr ristlinum út í blóðið að máltíð og meltingu lokinni. Við nýtum vatn sem hráefni í að búa til önnur efni fy...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Örn Stefánsson rannsakað?
Sigurður Örn Stefánsson er prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands. Sigurður fæst við rannsóknir á svokölluðum slembinetum sem koma víða við sögu í líkanagerð en eru sömuleiðis áhugaverð frá hreinu stærðfræðisjónarhorni. Dæmi um hagnýtt verkefni þar sem notast er við slembinet eru rannsóknir á útbreiðslu sjú...
Hvernig getur maður ákvarðað hvort ljós frá einhverjum hlut sé skautað?
Ljós er sveiflur í rafsviði og segulsviði. Báðar þessar stærðir eru vigrar, það er þær einkennast af bæði stefnu og styrk. Rafsviðið liggur hornrétt á segulsviðið og báðar stærðirnar eru hornréttar á útbreiðslustefnu ljósgeislans. Mynd 1. Vigraþrenna sem einkennir ljósgeisla: E er rafsviðsvigur, B er segulsvi...
Hvað er bókun og hvaða lagalegt gildi hefur hún?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvert er lagalegt gildi á bókun, t.d. í samanburði við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir? Í lagamáli er hugtakið bókun meðal annars notað um svonefndan viðbótarsamning við þjóðréttarsamning.[1] Bókunin felur þá í sér nánari útfærslu á því sem fram kemur í þjóðréttarsam...
Hvað er siðferðilega rétt ákvörðun?
Þessi spurning hefur vafist fyrir mannkyninu um aldir. Þótt margir helstu hugsuðir sögunnar hafi glímt við þessa spurningu er erfitt að setja fram skýrt svar við henni. Líklega er hún oftast borin upp þegar fólk vill gagnrýna ákvarðanir annars fólks. En spurningin er engu síður mikilvæg við mat á eigin ákvörðunum....
Getur vatn verið þurrt?
Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...