Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3711 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaðan kemur munnvatnið?

Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru flugurnar á veturna?

Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreyt...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi?

Samkvæmt öðru lögmáli Newtons er heildarkraftur á hlut sama og massi hans margfaldaður með hröðuninni. Massinn er einfaldlega efnismagnið og hann er mældur í kg. Hröðun er sama og hraðabreyting á tímaeiningu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu segir hröðunin til um hversu ört hraðinn vex: Því meiri sem hröðunin er,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?

Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ. Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum g...

category-iconLögfræði

Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?

Spurninguna mætti einnig orða svona: Hvílir framfærsluskylda á foreldri (öðru eða báðum) jafnvel þótt það (þau) fari ekki með forsjá barnsins? Svarið er já því samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 er meginreglan sú að framfærsluskylda hvílir á kynforeldrum barns óháð því hvort þau fari með forsjá þess. Framfærsluskylda...

category-iconJarðvísindi

Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni? Hvernig verður kvikasilfur til í náttúrunni? Er kvikasilfur verðmætur málmur og ef svo, hve verðmætur? Kvikasilfur kemur einkum fyrir í náttúrunni sem steintegundin sinnóber (HgS — kvikasilfurssúlfíð, e. cinnabar). Helstu námur eru á Spáni...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum, helst sem fyrst?

Spyrjandi bætir síðan við:Ég þarf að skila ritgerð um blóðskömm eftir rúmlega viku (í dag er 15. október) og er orðin pínulítið stressuð ef ég finn engar heimildir. Með von um að þið getið hjálpað mér.Við getum því miður ekki lofað því að svar verði komið eftir viku enda berast Vísindavefnum iðulega nokkrir tugir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu stór er Cray X1 ofurtölvan?

Þessi spurning er líklega til komin vegna myndarinnar hér að neðan af Cray X1 tölvu sem stundum prýðir forsíðu Vísindavefsins. Þegar myndin var fyrst birt var tölvan enn á hönnunarstigi, en er nú komin á markað. Hægt er að fá X1 ofurtölvuna í mörgum stærðum, allt frá 1 og upp í 64 skápa sem hver um sig hefu...

category-iconHugvísindi

Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?

Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði. Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?

Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins?

Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían (Sterna paradisaea). Flugleiðin frá varpstöðvum á norðurhjaranum suður að ísbreiðunum við Suðurskautslandið getur verið rúmlega 35 þúsund km og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Krían eltir því í raun sumarið og birtuna þ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju leitar norðurskautið á áttavita í norður þrátt fyrir að eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Segull hefur tvö skaut, norður- og suðurskaut. Norðurskaut laðast að suðurskauti og öfugt, en af hverju leitar þá norðurskautið á áttavita í norður?Stutta svarið við þessu er að norðurskaut jarðar er vissulega norðurskaut í þeim skilningi landafræðinnar og rúmfræðinnar að það v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?

Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?

Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?

Enn sem komið er hafa menn ekki ferðast lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu. Þetta átti sér stað þann 15. apríl 1970. Eins og frægt er og gerð voru góð ...

Fleiri niðurstöður